„Bastillan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Skinks (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Nóg að tengja einu sinni í hvert hugtak
Lína 1:
[[Mynd:Hubert - La Bastille.jpg|thumb|right|Bastillan í París 1789]]
[[Mynd:Bastille, 1790 retouched.jpg|thumb|right|Bastillan séð frá austri]]
[[FileMynd:Paris-Opera.Bastille-Column-01.jpg|thumb|Paris-Opera.Bastille-Column-01|thumb|July Column og Óperuhúsið við Bastillutorgið ]]
 
'''Bastillan í París''' (Bastille) var byggð sem [[virki]] í [[Frakkland|Frakklandi]] árið [[1357]] og fékk nafnið [[Bastille Saint-Antoiene]]. Bastillan var notuð sem [[fangelsi]] á [[17. öld]] og varð smám saman tákn kúgunar og [[einveldi|einveldis]]. Bastillan var oft kölluð fangakastalinn og hún var seinna einnig notuð sem vopnabúr í [[franska byltingin|frönsku byltingunni]].
 
== Saga Bastillunnar ==
Bastillan var byggð sem [[virki]] í París í [[Hundrað ára stríðið|Hundrað ára stríðinu]] milli [[England|Englands]] og [[Frakkland|Frakklands]]. Vinnan við virkið hófst árið [[1357]] og stóð að mestu leiti yfir til [[1370]] og áfram. Virkið hafði átta [[Turn|turna]] sem stóðu vörn við hlið [[Porte Saint-Antoine]] í austurhluta Parísarborgar.
Virkið var gert að ríkisfangelsi árið [[1417]]. [[Loðvík 14.]] notaði fangakastalann fyrst og fremst fyrir menn úr hástéttum sem höfðu [[Mótmæli|mótmælt]] honum eða reiðst honum. Frá [[1659]] til [[1789]] var Bastillan aðallega notuð sem ríkisfangelsi þar sem 5.279 fangar höfðu setið inni. Í valdatíð [[Loðvík 15.|Loðvíks 15.]] og [[Loðvík 16.|Loðvíks 16.]] var fangelsinu breytt þannig að ekki aðeins fangar af [[Stétt (aðgreining)|efri stéttum]] sátu inni, heldur fleiri fangar með ýmsan bakgrunn. Þó svo að fangarnir voru í tiltölulega góðu ástandi óx gagnrýni á fangakastalann, Bastilluna, á [[18. öld]]. Endurbætur á kastalanum hófust þá og föngum fækkaði töluvert. Árið [[1789]] hafði mikil [[Pólitík|pólítísk]] spenna aukist í [[Frakkland|Frakklandi]] og [[14. júlí]] varð bylting þar sem [[mannfjöldi|mannfjöldanum]] tókst að brjótast inn í Bastilluna og koma hendi á dýrmæta [[byssupúður|byssupúðrið]] sem var geymt þar.
 
== 14. júlí 1789 ==
Þann 14. júlí árið [[1789]] þrömmuðu Parísarbúar um götur með hrópum og háreysti. Þetta voru smákaupmenn, handiðnaðarmenn, verkamenn og [[Atvinnuleysi|atvinnuleysingjar]] í leit að [[Vopn|vopnum]] á leið til Bastillunar. Almúgurinn var þrúgaður af [[Verðbólga|verðbólgu]] og [[atvinnuleysi]] og knúði það fólk til aðgerða. Margir höfðu setið inni í fangelsi Bastillunnar fyrir það eitt að sætta sig ekki við [[einveldisstjórn Frakklandskonungs]]. Bastillan var tákn um algjöra [[harðstjórn]], kúgun og [[einveldi]] konungs, [[Loðvík 16.|Loðvíks 16.]] Fólkið braust inn fyrir varnarveggina, barðist í marga klukkutíma þar til fangelsisstjórnin gafst upp og streymdi inn í Bastilluna. Eftir þessa árás var stjórnarbyltingin mikla hafin. Konungur var neyddur til að láta af áformum sínum um að beita hervaldi og varð hann að fallast á að sett yrði ný borgarstjórn í [[París]]. Frá [[1880]] hefur [[14. júlí]] verið haldinn sem [[Þjóðhátíðardagur|þjóðhátíðardagur]] Frakka (Bastilludagurinn) vegna þess að mörgum fannst sigur [[París|Parísarbúa]] á Bastillunni vera tákn fyrir sigur fólksins á [[einveldi|einveldinu]] og [[harðstjórn|harðstjórninni]].
 
== Bastillutorgið ==
Eftir [[Stríð|stríðið]] var [[Kastali|kastalinn]] tekinn og hann rifinn niður og byggt torg sem kallast [[Place de la Bastille]]. Torgið varð seinna vettvangur margra hinna [[Stjórnmál|stjórnmálalegu]] byltingahátíða. Árið [[1989]] þegar 200 ár voru liðin frá falli fangakastallans var þar byggt [[Ópera|óperuhús]] sem ber nafnið [[Opéra Bastille]]. Svæðið í kring hefur verið endurhannað að miklu leyti, þar hefur verið gerð smábátahöfn og byggðir garðar í austurhlutanum. Á miðju torginu stendur stytta er ber nafnið [[July Column]], sem er tákn fyrir byltinguna í júlí [[1830]] þegar [[Charles X]]. var fallinn og [[Louis-Philippe]] tók við. Nöfn þeirra parísarbúa sem féllu frá í [[franska byltingin|frönsku byltingunni]] eru grafin með [[Gull|gulli]] í turninn. Efst á turninum stendur [[engill]] sem er tákn fyrir [[frelsi]].
 
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=en|titill=Bastille|mánuðurskoðað=28. mars|árskoðað=2012}}
* [http://french.about.com/od/culture/a/bastille-day.htm Bastille day]
* John T. Lauridsen, Nils A. Sorensen og Thorsten Borring Olesen, ''Mannkynssaga-Ný öld-upphaf nútíma'' (Reykjavík: Iðnú, 1994)
* A. Sveen og S.A. Aastad, ''Mannkynssaga fram til 1850'' (Reykjavík: Mál og menning, 1987)
 
{{stubbur|sagnfræði}}