„Niels Bohr“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
→‎Æviágrip: laga stafsetningu
Lína 7:
Borh fæddist í Kaupmannahöfn árið 1885. Faðir hans, Christian Bohr, var [[prófessor]] við Kaupmannahafnarháskóla. Fjölskylda móður hans hafði efnast af bankastarfsemi. Bróðir hans var Harald Bohr, stærðfræðingur og knattspyrnumaður. Hann fór á Ólympíuleika með danska landsliðinu. Niels hafði einnig áhuga á knattspyrnu og spiluðu þeir bræðurnir báðir fyrir liðið Akademisk Boldklub, þar sem Niels var markmaður.
 
Árið 1903 byrjaði Bohr í Kaupmannahafnarháskóla, þar sem hann nam upprunalega [[heimspeki]] ásamt [[stærðfræði]]. En hann varð því afhuga og snérisneri sér að námi í [[eðlisfræði]]. Hann fékk svo doktorsgráðu 1911.
 
Árið 1910 hitti Bohr Margrethe Nørlund, en hann giftist henni tveimur árum síðar. Þau eignuðust sex börn.
Lína 13:
Árið 1922 fékk Bohr Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræða. En hann var frumherji á því sviði.
 
Árið 1943 frétti Bohr að þýska lögreglan ætlaði að handtaka hann. Danska andspyrnuhreyfingin náði þó að koma í veg fyrir þetta með því að smygla honum til Svíþjóðar. Skömmu seinna var hann fluttur til Bretlands. Þar var hann kynntur fyrir leyniáætlun sem fól í sér byggingu kjarnorkusprengju (Manhattan áætlunin). Hann var svo fluttur til BandaríkjanaBandaríkjanna þar sem höfuðstarfsemi áætlunarinnar átti sér stað.
 
Bohr vann að Manhattan áætluninni í Bandaríkjunum þar sem hann var þekktur undir nafninu Nicholas Baker, af öryggisástæðum. Hlutverk hans var að vera einskonar ráðgjafi. Hann hafði áhyggjur af byggingu þessháttarþess háttar (kjarnorku) vopna, og tilvonandi vopnakapphlaups.
 
Bohr var þeirrar skoðunar að að deila ætti rannsóknarniðurstöðum áætlunarinnar með vísindasamfélaginu öllu og þar með rússum. En [[Winston Churchill]] var á móti því að deila hugmyndum og þekkingu á þessu sviði með öðrum, þá sérstaklega Rússum.