„Sýrurokk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Rán (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Rán (spjall | framlög)
Lína 24:
 
== Saga ==
Það var um miðjan sjöunda áratug sem pólitísk fólktónlist með [[Bob Dylan]] í fararbroddi, uppreinsarrokk The Rolling Stones og félaga og áhyggjulaust popp-rokk bítlanna og þeirra líka fór að renna saman í eina allsherjar [[hippi|hippatónlistarstefnu]]: sýrurokk (eða sækadelíu). Tónlistarmenn fóru að bregða út fyrir settar dægurlagaformúlur þegar kom að tónsmíðum og þetta var tími miklillar tilraunastarfsemi. Ómissandi partur í þessari þróun voru [[ofskynjunarlyf]] og var sýruokkið einmitt ætlað sem nokkurskonar undirspil fyrir eiturlyfjatripp sem áttu að opna fyrir manni áður ókönnuð svæði sjálfsins.<ref name="Scaruffi" /> Tónlistinni var ætlað að hafa sömu skynörvandi áhrif á mann og LSD.<ref>M. Hicks, ''Sixties Rock: Garage, Psychedelic, and Other Satisfactions Music in American Life'' (Chicago, IL: University of Illinois Press, 2000), ISBN 0-252-06915-3, bls 59.</ref> Tónsmíðar tóku stakkakiptum, lögin lengdust og spunar og „djömm“, ættuð frá djass tónlist, urðu áberandi. Oft á tíðum var það einfaldlega þannig að hljómsveitir höfðu of lítið efni eða kunnu ekki nógu vel á hljóðfæri sín til að fylla upp í langa dagskrá og lausnin var að skeyta löngum samspilum og sólóum inn í lögin til að lengja prógrammið.<ref name=Hicks2000>M. Hicks, ''Sixties Rock: Garage, Psychedelic, and Other Satisfactions Music in American Life'' (Chicago, IL: University of Illinois Press, 2000), ISBN 0-252-06915-3, Bls. 64.</ref>
 
[[Mynd:Jimi Hendrix 1967.png|thumb||upright| [[Jimi Hendrix árið 1967]] ]]
Það var um miðjan sjöunda áratug sem pólitísk fólktónlist með [[Bob Dylan]] í fararbroddi, uppreinsarrokk The Rolling Stones og félaga og áhyggjulaust popp-rokk bítlanna og þeirra líka fór að renna saman í eina allsherjar [[hippi|hippatónlistarstefnu]]: sýrurokk (eða sækadelíu). Tónlistarmenn fóru að bregða út fyrir settar dægurlagaformúlur þegar kom að tónsmíðum og þetta var tími miklillar tilraunastarfsemi. Ómissandi partur í þessari þróun voru [[ofskynjunarlyf]] og var sýruokkið einmitt ætlað sem nokkurskonar undirspil fyrir eiturlyfjatripp sem áttu að opna fyrir manni áður ókönnuð svæði sjálfsins.<ref name="Scaruffi" /> Tónlistinni var ætlað að hafa sömu skynörvandi áhrif á mann og LSD.<ref>M. Hicks, ''Sixties Rock: Garage, Psychedelic, and Other Satisfactions Music in American Life'' (Chicago, IL: University of Illinois Press, 2000), ISBN 0-252-06915-3, bls 59.</ref> Tónsmíðar tóku stakkakiptum, lögin lengdust og spunar og „djömm“, ættuð frá djass tónlist, urðu áberandi. Oft á tíðum var það einfaldlega þannig að hljómsveitir höfðu of lítið efni eða kunnu ekki nógu vel á hljóðfæri sín til að fylla upp í langa dagskrá og lausnin var að skeyta löngum samspilum og sólóum inn í lögin til að lengja prógrammið.<ref name=Hicks2000>M. Hicks, ''Sixties Rock: Garage, Psychedelic, and Other Satisfactions Music in American Life'' (Chicago, IL: University of Illinois Press, 2000), ISBN 0-252-06915-3, Bls. 64.</ref>
 
Beggja vegna [[Atlantshafið|Atlantshafsins]] voru hljómsveitir byrjaðar að gera tilraunir með LSD. Í Bandaríkjunum byrjuðu hljómsveitir hvaðanæva að, að spila tónlist sem féll undir þennan flokk rokktónlistar. Í [[San Fransico[[ myndaðist stór sýrurokk sena með hljómsveitir á borð við [[the Grateful Dead]] og the [[13th Floor Elevators]], sem í raun voru frá [[Texas]], í fararbroddi. The Grateful Dead voru á meðal hljómsveita sem spiluðu á sérstökum sýrukvöldum (e."acid tests"), samkomum þar sem fólk tók LSD við undirspil sýrutónlistar. Í Bretlandi áttu svipaðir hlutir sér stað. Pink Floyd, The Move, the Soft Machine, uppreisnarseggirnir í The Rolling Stones og jafnvel góðu drengirnir í Bítlunum, allir tóku þátt. En þetta snerist ekki bara um eiturlyf, hljómsveitir vildu ganga lengra og fara nýjar leiðir í tónlist sinni. Auk áhrifa úr jassi sótti tónlistin líka innblástur frá austrænni tónlist og notuðust við hljóðfæri eins sítara og tabla trommur en líka í klassísk hljófæri eins og sembala. Sumarið 1967 náði sýrurokk hátindi sínum. Bítlarnir gáfu út plötuna [[Sgt. Pepper's Lonely Heartsclub]] sem skartaði dreymnum textum með skýrskotanir í eiturlyfjaneyslu, sítarleik og fleiru einkennandi fyrir sýrurokk. <ref name="Unterberger" /> Ári síðar var haldin hin þekkta hippatónlistarhátíð [[Woodstock]] í Bandaríkjunum, þar sem mörg stærstu nöfn sýrurokks komu fram, þar á meðal Jimi Hendrix, Jefferson Airplane, the Grateful Dead og Country Joe and the Fish.<ref> Höfundur óþekktur [http://www.woodstock.com/themusic.php „The Music“], [http://www.woodstock.com ''Woodstock'']. Skoðað 10.mars 2012.</ref> Upp frá því fóru vinsældir sýrurokks hinsvegar dvínandi og þegar áttundi áratugurinn gekk í garð við voru flestar rokkhljómsveitir annaðhvort hættar eða höfðu aftur snúið sér að hefðbundnara rokki. En sýrurokk átti líka þátt í þróun nýrra tónlistarstefna, [[framsækið rokk]] í tilviki Pink Floyd og the Soft Machine svo og [[þungarokk]] sveita eins og Led Zeppelin.<ref> Höfundur óþekktur. [http://www.allmusic.com/explore/style/psychedelic-d380 „Psychedelic “], [http://www.allmusic.com/ ''Allmusic'']. Skoðað 10. mars 2012.</ref>