„Megas“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Færði textagreiningu frá uppeldi til fyrstu platna
Kaflaskiptingu lokið
Lína 67:
Þar með hófst samstarf Megasar og hljómsveitarinnar [[Nýdönsk|Nýdanskrar]], sem kristallaðist í hljómleikum sem haldnir voru í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð árið eftir. Tónleikarnir voru hljóðritaðir og þóttu takast það vel að afraksturinn var gefinn út á plötunni ''Drög að upprisu'' 1994. Sama ár kom út skáldsagan Björn og Sveinn, eða makleg málagjöld eftir Magnús Þór Jónsson. Það hefur löngum verið skrafað og skeggrætt um líferni Megasar, neyslu hans á margvíslegum efnum þessa heims og annars, að ekki sé minnst á meint andlát hans og upprisu.
 
== Samstarf og senuþjófnaður (1996-) ==
== Næsti kafli ==
 
Margt af því sem flogið hefur manna á milli hefur verið með miklum ólíkindablæ. Megas hefur haft lúmskt gaman af þessum furðusögnum og jafnvel ýtt undir þær af stráksskap með nafngiftum á plötum sínum. Dæmi um þetta er ''Til hamingju með fallið'', sem hann gerði í samvinnu við Pjetur Stefánsson mynd- og tónlistarmann 1996. Það þurfti ekki meira til en viðeigandi plötutitil til að endurnýja flökkusögurnar sem fóru á kreik um söngvaskáldið Megas og bárust landshorna á milli á augabragði.