„Louis Pasteur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 15:
verðlaun_nafnbætur = |
}}
'''Louis Pasteur''' ([[27. desember]] [[1822]] – [[28. september]] [[1895]]) var [[Frakkland|franskur]] [[efnafræði]]ngur og prófessor við miðstöð öl- og vínaframleiðenda. Hann hafði mikil áhrif á [[matvælafræði]] og lagði grunninn að því sem við köllum í dag [[gerilsneyðing]]u, en á flestum erlendum tungumálum útleggst það sem pasteurisation. Pasteur gerði einnig mikilvægar rannsóknir á sviði [[örverufræði|örverufræða]] í tengslum við sjúkdóma sem þær valda, og hafði sterkar skoðanir um [[sjálfkviknun lífs]], sem var mikið hitamál á þeim tíma. Þá þróaði hann einnig bóluefni gegn [[hundaæði]], sem var sennilega hans mesta afrek. Þar að auki uppgötvaði hann að örverur berast með lofti og sú uppgötvun átti eftir að hafa afgerðandi áhrif á rannsóknir [[Joseph Lister|Josephs Lister]]s.
 
== Æskuár og nám ==
Lína 24:
 
== Pasteur og sjálfkviknun lífs ==
Árin 1860 – 1861 skrifaði Pasteur í tímarit Vísindaakademíunnar fjórar greinar um sjálfkviknun. Hann skrifaði einnig eina grein sem birt var í öðru tímariti árið 1861. Hann hlaut verðlaun árið 1862 fyrir síðastnefndu greinina, en Vísindaakademían hafði lofað þeim verðlaunum sem tækist best til með að varpa ljósi á spurninguna um sjálfkviknun lífs, með vel útfærðum tilraunum.<ref>Guðmundur Eggertsson 2008: 33.</ref>
 
Tilraunir Pasteurs voru ákaflega einfaldar, en líka mjög vel framkvæmdar og niðurstöðurnar stóðu ekki á sér. Frægustu tilraunir hans voru tilraunir með svonefndar svanahálsflöskur. Tilraunirnar voru framkvæmdar þannig að næringarlausn var sett í flöskur, soðin og þannig dauðhreinsuð. Stúturinn á flöskunni er síðan hitaður vel og teygt úr honum út í mjóan S-laga háls.<ref>Guðmundur Eggertsson 2008: 35.</ref> Með þessu var tryggt að loft kæmist að lausninni, en allar bakteríur og örverur falla til botns neðst í hálsinum. Enginn örverugróður myndaðist í lausnunum og af því mátti draga þá ályktun að líf kviknaði ekki að sjálfu sér.<ref>Einar Árnason 2000.</ref>
 
Pasteur komst reyndar að því, líkt og [[Heinrich Schröder]] hafði áður gert, að í sumum lausnum dugði ekki langvarandi suða við 100&nbsp;°C. Eins og Schröder komst hann að því að þetta átti meðal annars við um mjólk, en hann sýndi þó fram á að suða við 110&nbsp;°C undir þrýstingi dygði til þess að drepa í henni allar örverur.<ref>Guðmundur Eggertsson 2008: 35.</ref>
 
== Áhrif á læknavísindi ==