„Stýrikerfiskjarni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Rezabot (spjall | framlög)
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Stýrikerfiskjarni''', eða bara '''kjarni'',' er sá hluti [[stýrikerfi]]s sem sér um grunnvirkni [[tölva|tölvunnar]]. Nútímastýrikerfi styðja [[fjölforritavinnsla|fjölforritavinnslu]], þ.e. að mörg [[forrit]] keyri samhliða. Til að gera þetta mögulegt er nauðsynlegt að stýrikerfið stýri aðgangi forrita að [[vélbúnaður|vélbúnaði]] tölvunnar, þ.e. [[örgjörvi|örgjörva]], [[minni (tölvur)|minni]] og [[jaðartæki|jaðartækjum]].
 
Kjarninn felur að miklu leiti virkni vélbúnaðarins, sem gerir það auðveldara að [[forritun|skrifa forrit]]. Venjuleg forrit hafa þá ekki bein samskipti við vélbúnaðinn, heldur kalla á stýrikerfið í gegnum [[kerfiskall]] sem framkvæmir þá vinnu sem forritið óskar. Slík [[hjúpun]] er gegnumgangandi stef í [[hugbúnaðargerð]].