„Sveinn skotti“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: hann var sonur axla bjarnar og dó þegar hann var heigdur
 
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Sveinn Björnsson''', kallaður '''Sveinn skotti''' (um [[1596]] – [[1648]]) var íslenskur [[flakkari]] og afbrotamaður sem þekktur hefur orðið í þjóðsögum. Hann var að lokum [[henging|hengdur]] á [[Barðaströnd]] fyrir [[nauðgun]]artilraun.
hann var sonur axla bjarnar og dó þegar hann var heigdur
 
Sveinn var sonur raðmorðingjans [[Axlar-Björn|Axlar-Bjarnar Péturssonar]] og Þórunnar Ólafsdóttur konu hans. Sagan segir að þegar Björn var líflátinn hafi kona hans verið þunguð og því sloppið við refsingu fyrir vitorð með honum. Hún hafi þá farið norður að [[Skottastaðir|Skottastöðum]] í [[Svartárdalur (Austur-Húnavatnssýslu)|Svartárdal]] og þar hafi Sveinn fæðst og alist upp og sé kenndur við bæinn. Fátt er vitað um feril Sveins en hann er sagður hafa farið til Vestfjarða og lært þar [[galdur]]. Síðan flakkaði hann víða um og hafði á sér mjög illt orð fyrir galdur, þjófnað og áreitni við konur og var að minnsta kosti tvisvar hýddur fyrir nauðganir og fleira.
 
Varðveist hefur bréf sem [[Brynjólfur Sveinsson]] biskup skrifaði árið [[1646]] þar sem hann kærir Svein fyrir að forsmá guðs orð og [[sakramenti]] og segir hann hafa iðkað íþróttir djöfulsins. Sama ár var Sveinn kaghýddur á [[Alþingi]] og skorið af honum annað eyrað, auk þess sem hann var dæmdur réttdræpur ef hann bryti af sér á ný. Tveimur árum síðar kom hann að [[Rauðsdalur|Rauðsdal]] á Barðaströnd. Bóndinn var ekki heima en Sveinn ætlaði þá að nauðga húsfreyjunni. Henni tókst að koma á hann böndum og var hann síðan hengdur.
 
Sveinn er talinn hafa átt tvo syni, Gísla, sem kallaður var hrókur, er sagður hafa verið þjófur og illmenni og var hengdur í [[Dyrhólar|Dyrhólum]], og Halldór (f. 1643), bónda í Syðra-Tjarnakoti í Eyjafirði.
 
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://www.snerpa.is/net/thjod/skotti.htm|titill=Sveinn skotti. Á www.snerpu.is, skoðað 8. febrúar 2012.}}
* {{vefheimild|url=http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1987|titill=„Hver var Axlar-Björn?“. Vísindavefurinn, skoðað 8. febrúar 2012.}}
 
[[Flokkur:Íslenskir afbrotamenn]]
[[Flokkur:Þjóðsögur]]
{{d|1648}}