„John Steinbeck“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
JanusChrist (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
JanusChrist (spjall | framlög)
Þýðing frá ensku wiki síðunni
Lína 6:
John Ernst Steinbeck yngri fæddist 27. febrúar 1902 í Salinas, [[Kalifornía|Kaliforníu]]. Hann var af [[Þjóðverjar|þýskum]] og [[Írar|írskum]] ættum. Afi John Steinbeck, Johann Adolf Großsteinbeck stytti ættarnafnið í Steinbeck þegar hann fluttist búferlum til Bandaríkjanna. Bóndabær fjölskyldunnar í [[Heiligenhaus]], [[Mettmann]], [[Norðurrín-Vestfalía|Norðurrín-Vestfalíu]], [[Þýskaland|Þýskalandi]] heitir enn í dag Großsteinbeck.
 
Faðir John, John Ernst Steinbeck eldri vann sem fjársýslumaður í [[Monterey sýsla|Monterey sýslu]]. Móðir hans hét Olive Hamilton og var kennari. Foreldrar hans voru trúrækin og meðlimir í [[Episcopal kirkjan|Episcopal kirkjunni]]. Móðir John deildi ástríðu hans á lestri og skrift og las oft og tíðum upp úr Biblíunni fyrir hann frá unga aldri. Áhrif trúarlegs bakgrunns má sjá víða í ritum hans. Í inngangi einu verka hans sagði John Steinbeck: „Some literature was in the air around me. The Bible I absorbed through my skin. My uncles exuded Shakespeare, and Pilgrim's Progress was mixed with my mother's milk.”<ref name="ACTS">[Steinbeck, J. (1976). The Acts of King Arthur and His Noble Knights]</ref> Hann bjó í litlu dreifbýlu bæjarfélagi í gróðursælu umhverfi sem var upphaflega við útmörk landnámsbyggðar. Á sumrin vann hann á nálægum bóndabæjum og síðar með flökkufólki á Spreckels búgarðinum. Þar kynntist hann harðari ásýndum flökkulífsins og myrkari hliðum mannlegs eðlis sem komu fram í mörgum bókum hans þ.á.m. ''Mýs og menn''. Hann var iðinn við að kanna nánasta umhverfi sitt.<ref name="Biography">Timmerman, J. (1995). ''Introduction to John Steinbeck, The Long Valley'' (Penguin Publishing)</ref>
{{Stubbur|bókmenntir}}