„Spjall:Víkingar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Um víkinga
Lína 2:
: Öllum er frjálst að hafa skoðun en skoðanir fræðimanna vega vitaskuld þyngra á metunum. Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði, [http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=6617 útskýrir] á Vísindavefnum að „[u]pprunalega, þegar Norðmenn og Íslendingar fóru að nota ritmál, var orðið víkingur notað um norræna karlmenn sem fóru í ránsferðir á skipum.“ Undir það tekur Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur, sem segir í [http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1789 öðru svari] á Vísindavefnum: „Í forníslensku merkir hugtakið víkingur „sjóræningi, maður sem stundar sjóhernað““. Hins vegar bendir Gunnar einnig á að „[í] enskumælandi heimi, Bretlandi og Norður-Ameríku, hefur rutt sér til rúms önnur merking orðsins víkingur. Það er þá haft um alla íbúa Norðurlanda á víkingaöld, sem er venjulega talin ná frá því um 800 og fram á 11. öld. Líklega finnst mörgum Íslendingum þessi ensk-ameríska merking orðsins röng. Sennilega er hún samt að ryðja sér til rúms í íslensku, einkum í ferðamannaþjónustu þar sem fólki er sýnd einhvers konar eftirlíking víkingamenningar.“ Þessi skoðun þín virðist því ekki byggja á fornum norrænum skilningi orðsins heldur vera einhvers konar rímaskekkja annaðhvort undir erlendum áhrifum eða áhrifum frá markaðssetningu ferðamannaþjónustunnar. Þá hallast ég frekar að hinum forna norræna skilningi (þótt vitaskuld megi líka geta hins í greininni), enda segir t.d. Unnar Árnason á í [http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3720 enn öðru svari] á Vísindavefnum: „Íslenskir sagnfræðingar nota orðið „víkingur“ í fornri merkingu orðsins en hún er einnig aðalmerking hugtaksins í nútímaíslensku. Íslensk orðabók segir um orðið „víkingur“: „norrænn sæfari sem stundaði kaupskap, sjórán og strandhögg á víkingaöld.“ [...] Víkingar í íslensku merkingunni voru ekki þjóð í venjulegum skilningi eða afmarkað samfélag heldur fremur sérstök stétt norrænna manna.“ Með öðrum orðum virðist aðalmerking orðsins ekki eiga við um samfélög eða t.a.m. konur og börn og enn síður þræla. --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 26. desember 2011 kl. 23:55 (UTC)
::Þakka Cessator fyrir greinargóða úttekt. Mér þykir umnræðan áhugaverð, en játa að ég hef ekki kynnt mér málið vel. Ég get vel fallist á þá skoðun að „víkingar“ hafi átt við um sérstak stétt manna, sem e.t.v. seinna kölluðust „höfðingjar“. Of-/Mistúlkun Íslendingasagan kann þó að villa mönnum sýn á þann hátt hér á landi hafi allir landnemar verið "víkingar" og í tómstundum farið ránsferðum milli stranda. Upp til hópa voru landnemarnir friðsamir bændur og kaupmenn. Ég mundi gjarnan vilja skerpa á skilgreiningunni í greininni og nota annað orð en [[vígamaður]], sem ég tel vafasamt í þessu samhengi. [[Notandi:Thvj|Thvj]] 29. desember 2011 kl. 11:20 (UTC)
:::Ágæt umræða hér á ferð. Eina ágæta bók á ég meðal annarra; sú var gefin út af Almenna bókafélaginu árið 1967 undir heitinu Víkingarnir. Þetta er allmikil bók, 288 bls. í stóru broti, prentuð á Spáni. Höfundar eru fjölmargir fræðimenn á sviði bókmennta og forn(leifa)fræði, háskólakennarar frá Noregi, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi og Danmörku. Eiríkur Hreinn Finnbogason, þáverandi borgarbókavörður í Reykjavík, þýddi textann. Kristján Eldjárn, þáverandi þjóðminjavörður, er einn höfunda. Í þessari bók er eftirfarandi klausa sem mér finnst ástæða til að benda á hér:
::::"Orðin víkingar og víkingaöld koma sífellt fyrir á síðum þessarar bókar. Þessi orð hafa orðið sameiginlegt heiti á þjóðum Norðurlanda og þriggja alda skeiði í sögu þeirra. Norðurlandabúar kölluðu þó þjóðir sínar '''aldrei''' víkinga og ekki heldur nágrannar þeirra, sem mest urðu fyrir barðinu á þeim. Frankarnir, sem Frakkland dregur nafn sitt af, kölluðu víkingana Norðmenn, sem merkir einungis "menn að norðan". Hvað annað hefðu þeir átt að kalla þá? Þessir aðkomumenn töluðu allir sömu tungu, sem var mjög ólík tungu Frankanna, og komu allir úr sama kalda heimshorninu. Um uppruna orðsins ''víkingur'' er nokkuð á huldu. Sumir fræðimenn telja að það merki "víkurbúi" en þrátt fyrir mjög fræðilegar vangaveltur er gátan enn óleyst. En hver sem uppruninn kann að vera er merking orðsins nægilega skýr. '''Orðið var eingöngu notað um sjóræningja og þess háttar fólk, sem í auðgunarskyni hélt skipum sínum út til rána og sneri að því búnu heim til að setjast aftur að á búum sínum.'''" (Feitletranir mínar.)--[[Kerfissíða:Framlög/213.190.107.34|213.190.107.34]] 29. desember 2011 kl. 13:41 (UTC)
Fara aftur á síðuna „Víkingar“.