„Siglingar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
Siglingar eru [[vatnaíþróttir|vatnaíþrótt]] og urðu [[Ólympíugrein]] á [[Sumarleikarnir 1900|Sumarleikunum 1900]]. Flest nútímaseglskip eru [[slúppa|slúppur]] með eitt mastur, eitt [[stórsegl]] og eitt [[framsegl]] en stór fjölmastra seglskip eru oftast rekin sem [[skólaskip]] til að þjálfa [[sjómaður|sjómenn]] í [[floti|flotadeildum]] [[her]]ja eða [[sjómannaskóli|sjómannaskólum]] eða notuð sem [[leikmynd]] fyrir [[kvikmynd]]ir.
 
[[Siglingasamband Íslands]] er stofnað 1973 af siglingafélögum á höfuðborgarsvæðinu og frá Akureyri. Siglingafélögin [[Brokey]] og [[Ýmir]] voru stofnuð 1971 af ungu og áhugasömu fólki um siglingar og keppni í þeirri grein, en [[Nökkvi]], félag siglingamanna á Akureyri, hafði starfað nokkur ár. Á höfuðboragarsvæðinu höfðu bæjarfélögin rekið siglingaklúbba sem æskulýðsstarfsemi og þaðan komu áhugasamir einstaklingar sem ruddu brautina fyrir nútima siglingar á Íslandi og þar með keppnishaldi. Fyrstu opinberu siglingakeppnirnar voru í tengslum við hátíðahöld Sjómannadagsins og hófust fyrir og um 1970.
 
'''Þróun greinarinnar síðustu ár'''
Í upphafi voru siglingar sem og aðrar íþróttagreinar barn síns tíma. Bátakostur var rýr og þekking á reglum var brotakennd og keppnishald tilviljanakennt. Síðan hefur þróunin öll verið upp á við og nú standa íslenskir siglingamenn jafnfætis félögum sínum um heim allan.
Siglingasamband Íslands (SÍL), í samráði við aðildarfélögin, hefur verið að móta heildarstefnu og setja reglur um öll þau málefni sem greinina varða. Þar má nefna afreksstefnu í samræmi við stefnu ÍSÍ um þátttöku í erlendum stórmótum, þ.m.t.þar með töldum Ólympíuleikum, reglur um samræmd markmið og leiðir í þjálfun og kennslu siglingafélaganna og viðurkenningu á barna og unglingastarfi sem félögin reka á sumrin. Réttinda- og öryggismál eru einnig ofarlega á baugi og er það stefna SÍL og aðildarfélaganna að þau málefni séu ákvörðuð innan hreyfingarinnar en ekki af hinu opinbera. Því er kappkostað að vera leiðandi aðili í þeim efnum og fylgja ströngustu kröfum án þess þó að hefta möguleika íþróttarinnar.
SÍL hefur lagt áherslu á þátttöku í erlendu samstarfi um málefni íþróttarinnar og verið aðili að Norræna siglingasambandinu og ISAF, Alþjóðasiglingasambandinu, með þáttöku í fundum og þingum og hefur um árabil átt fulltrúa í nefndum ISAF. Þessi þátttaka hefur skilað SÍL miklum árangri á öllum sviðum og verið sambandinu ómetanleg við innri uppbyggingu og stórstígar framfarir einstaklinga og íþróttarinnar í heild.
'''== Heimildir''' ==
Saga keppnisgreina - Safnasvæðið á Akranesi
http://www.museum.is/default.asp?sid_id=21216&tre_rod=001|004|002|001|003|&tId=1
Lína 25:
{{wikivitnun}}
{{stubbur|siglingar}}
 
[[Flokkur:Siglingar| ]]
 
{{LinkTengill FAÚG|de}}
 
[[af:Seiljagwedvaart]]