„Siglingar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
Siglingar hafa haft gríðarmikla þýðingu fyrir þróun [[siðmenning]]ar. Elstu myndir af segli eru frá [[Kúveit]] frá því um 3500 f.Kr. Þróun seglskipa gerði [[Evrópa|Evrópumönnum]] á [[15. öldin|15. öld]] kleift að fara í langa könnunarleiðangra og sigla um svæði þar sem óveður eru tíð.
 
Talið er að siglingar verði að íþrótt á 17. öld. Fyrsta siglingakeppnin fór fram 1661 á Englandi og fyrsti siglingaklúbburinn var stofnaður 1775. Fyrstu bátarnir voru kjölbátar, en síðar byrjuðu Hollendingar að smíða báta sem ekki voru eins djúpristir og því hægt að sigla þeim á vötnum. Slíkur bátur er [[Flying Dutchman]] (Hollendingurinn fljúgandi), sem byrjað var að smíða um 1950.
 
Siglingar eru [[vatnaíþróttir|vatnaíþrótt]] og urðu [[Ólympíugrein]] á [[Sumarleikarnir 1900|Sumarleikunum 1900]]. Flest nútímaseglskip eru [[slúppa|slúppur]] með eitt mastur, eitt [[stórsegl]] og eitt [[framsegl]] en stór fjölmastra seglskip eru oftast rekin sem [[skólaskip]] til að þjálfa [[sjómaður|sjómenn]] í [[floti|flotadeildum]] [[her]]ja eða [[sjómannaskóli|sjómannaskólum]] eða notuð sem [[leikmynd]] fyrir [[kvikmynd]]ir.
 
[[Siglingasamband Íslands]] er stofnað 1973 af siglingafélögum á höfuðborgarsvæðinu og frá Akureyri. Siglingafélögin [[Brokey]] og [[Ýmir]] voru stofnuð 1971 af ungu og áhugasömu fólki um siglingar og keppni í þeirri grein, en [[Nökkvi]], félag siglingamanna á Akureyri, hafði starfað nokkur ár. Á höfuðboragarsvæðinu höfðu bæjarfélögin rekið siglingaklúbba sem æskulýðsstarfsemi og þaðan komu áhugasamir einstaklingar sem ruddu brautina fyrir nútima siglingar á Íslandi og þar með keppnishaldi. Fyrstu opinberu siglingakeppnirnar voru í tengslum við hátíðahöld Sjómannadagsins og hófust fyrir og um 1970.
 
'''Þróun greinarinnar síðustu ár'''