„Taugadeildin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Taugadeildin''' var íslensk póst-pönk hljómsveit sem starfaði frá hausti 1980 til hausts 1981. Veturinn 2004 kom hljómsveitin saman á ný.
 
Hljómsveitin var stofnuð af Árna Daníel Júlíussyni (bassi) og Óskari Þórissyni (söngur). Árni Daníel hafði verið söngvari pönkhljómsveitarinnar Snillinganna sem stofnuð var í Kópavogi 1979 og starfaði veturinn 1979-1980. Óskar hafði starfað með Fræbblunum vorið 1979. Fljótlega gekk [[Arnór Snorrason]] gítarleikar, sem verið hafði í Snillingunum, til liðs við Taugadeildina.
 
Arnór hætti snemma vors 1980 og gekk þá Óðinn Guðbrandsson til liðs við hljómsveitina sem gítarleikari. Einnig gekk hljómborðsleikarinn Þorsteinn Hallgrímsson í Taugadeildina og trommuleikarinn Kormákur Guðbrandsson, en fram að því hafði hljómsveitin notast við trommuheilann Elísabetu I. Egill Lárusson gekk svo í hlómsveitina sem söngvari og þannig skipuð var hún lengst af.