„Internetið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
CarsracBot (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
Rannsóknarstofnunin [[Advanced Research Projects Agency]] (ARPA eða DARPA) var sett á stofn innan [[varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna|varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna]] í kjölfar [[Spútnikáfallið|Spútnikáfallsins]] [[1957]] þegar Bandaríkjamenn töldu sig hafa dregist aftur úr [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] í [[tækni]]þróun. Eitt af fyrstu verkefnum ARPA var að hanna tækni til að tryggja að [[samskipti|samskiptanet]] [[Bandaríkjaher]]s þyldu áföll og til að tengja saman tölvur ólíkra höfuðstöðva hersins. [[J. C. R. Licklider]] var settur yfir verkefnið árið 1962. Eftirmaður hans, [[Ivan Sutherland]], fékk [[Lawrence Roberts]] til að hanna [[tölvunet]] með [[pakkabeining]]u sem verkfræðingurinn [[Paul Baran]] hafði rannsakað fyrir [[bandaríski flugherinn|bandaríska flugherinn]].
 
Roberts varð síðan yfirmaður í verkefninu og þróaði fyrstu útgáfuna af því sem síðar varð [[ARPANET]]. Netið var sett upp [[29. október]] [[1969]] milli [[Kaliforníuháskóli í Los Angeles|Kaliforníuháskóla í Los Angeles]] og [[Stanford Research Institute]] í [[Kalifornía|Kaliforníu]] sem var undir stjórn frumkvöðulsins [[Douglas Engelbart]]. Upphaflega notaðist netið við samskiptastaðalinn [[Network Control Program]] (NCP) en [[1983]] skipti ARPANET yfir í [[TCP/IP]] sem var mun sveigjanlegri staðall. Nafnið „Internet“ var fyrst notað til að lýsa neti byggðu á TCP/IP-samskiptareglunum árið 1974. 19851987 varð til [[NSFNET]] sem tengdi háskóla í Bandaríkjunum og víðar og opnaði Internetið fyrir almennri notkun.
 
Fyrsta tengingin við netið frá öðru landi var við rannsóknarstofnunina [[NORSAR]] í [[Noregur|Noregi]] og [[University College London]] um [[gervihnöttur|gervihnött]] árið 1973. Á [[Ísland]]i tengdist [[Hafrannsóknarstofnun]] [[EUnet]] með [[UUCP]]-tengingu árið 1986 og [[Orkustofnun]] og [[Reiknistofnun Háskóla Íslands]] tengdust henni, en fyrsta IP-tengingin við útlönd var frá [[Tæknigarður|Tæknigarði]] við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] [[21. júlí]] [[1989]]. Áætlaður fjöldi Íslendinga á Internetinu var um 5 þúsund árið 1995 (þar af 3 þúsund virkir) en aðeins 10 tölvur á Íslandi voru nettengdar árið 1988.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2723942 Mál málanna í íslenskum tölvuheimi í dag]</ref>