„Alkmaar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
LaaknorBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: nl:Alkmaar (Nederland)
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 25:
| colspan=2 align=center | [[Mynd:LocatieAlkmaar.png|300px| Staðsetning Haarlem í Hollandi]]
|}
'''Alkmaar''' er borg í hollenska héraðinu [[Norður-Holland]]i og er með 94 þúsþúsund íbúa. Alkmaar er þekkt ostaborg.
 
== Lega og lýsing ==
Lína 32:
== Fáni og skjaldarmerki ==
[[Skjaldarmerki]] Alkmaar sýnir gráan turn á rauðum grunni. Turninn er sennilega gamalt virki, Torenburg, sem nú er horfið. Til sitthvorrar handar eru rauð ljón. Efst trónir lárviðarsveigur. Neðst er borði með áletruninni: Alcmaria victrix, sem merkir ''hin sigursæla Alkmaar''. Þessi einkunnarorð hlaut borgin fyrir frækilega framgöngu sína gegn [[Spánn|Spánverjum]] í frelsisstríðinu á [[16. öldin|16. öld]]. Merkið sjálft er orðið gamalt, en var formlega tekið upp [[28. desember]] [[1956]].
Fáninn samanstendur af 6sex láréttum röndum, þremur hvítum og þremur rauðum. Efst til vinstri er sami grái turninn og í skjaldarmerkinu.
 
== Söguágrip ==
[[Mynd:Almaar 1573.jpg|thumb|Umsátrið um Alkmaar 1573]]
* Á [[11. öldin|11. öld]] myndaðist þorpið í kringum gamla bændakirkju. Þar settust bændur og verslunarmenn að.
* [[1254]] fékk Alkmaar borgarréttindi af Vilhjálmi II. greifa.
* [[1573]] hertóku Spánverjar borgina [[Haarlem]] og sátu síðan um Alkmaar. En með þrautseigju borgarbúa og viturlegum áflóðum þeirra með vatni, tókst þeim að hrekja þá burt. Sigurdagurinn er enn haldinn hátíðlegur í dag.
* [[1799]] hertók sameiginlegur her frá [[England]]i og [[Rússland]]i borgina í þeirri von að hrekja [[Frakkland|Frakka]] brott, en þeir síðastnefndu höfðu hertekið landið árið áður. Aðgerðin mistókst og Frakkar tóku borgina á ný.
* [[1824]] er Noordholland-skipaskurðurinn opnaður af Vilhjálmi konungi I, en skurðurinn liggur beint í gegnum borgina.
* [[1945]] frelsuðu breskir og kanadískir hermenn borgina sem verið hafði hersetin af [[Nasismi|nasistum]] í [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjöldinni síðari]].
* [[2004]] hélt borgin upp á 750 ára afmæli sitt með mikilli hátíð.
 
== Ostur ==
[[Mynd:Alkmaar.jpg|thumb|Ostamarkaðurinn í Alkmaar er gríðarlega vinsæll]]
Í Alkmaar snýst margt um ostagerð og ostasölu. Ostamarkaðurinn var stofnaður [[1622]] og er í dag haldinn alla [[Föstudagur|föstudaga]] frá [[Páskar|páskum]] og fram á haust. Osturinn er seldur í stykkjum eða á þar til gerðum sleðum ef um mikið magn er að ræða. Um 300 þús manns sækja ostamarkaðinn heim árlega og seld eru tugir tonna á hverjum föstudegi. Metið var slegið [[1916]], en þá seldust 300 tonn á einum degi. Markaðurinn hefst á því að torgið er pússað og osturinn borinn þangað á sleðum. Klukkan 10 hringir bjalla og þá byrja lætin, enda er prúttið um ostaverðið órjúfanlegur hluti af kaupunum. Í Alkmaar er ostafélag sem samanstendur af fjórum hópum. Hver hópur samanstendur aftur af sjö burðarmönnum, en hópana má þekkja í sundur af litnum á höttum þeirra (rauða, græna, bláa og gula). Yfirmaður hópanna er ostafaðirinn (''Kaasvader''), en hann þekkist á svörtum staf með silfurlituðum hnúð.
 
== Íþróttir ==
[[Knattspyrna|Aðalknattspyrnulið]] borgarinnar er [[AZ Alkmaar]], sem varð hollenskur meistari [[1981]] og [[2009]] (lenti í öðru sæti [[1980]] og [[2006]]). Liðið hefur auk þess þrisvar orðið bikarmeistari ([[1978]], 1981 og [[1982]]) og einu sinni unnið Johan Cruyff bikarinn ([[2007]]). Í [[Evrópukeppni meistaraliða|Evrópukeppni]] komst AZ Alkmaar í úrslit árið 1981, en tapaði leiknum fyrir [[Ipswich Town]]. Tveir [[Ísland|Íslendingar]] leika (eða hafa leikið með félaginu): [[Jóhann Guðmundsson]] og [[Kolbeinn Sigþórsson]] (sem skipti yfir til [[Ajax Amsterdam|Ajax]] [[2011]]).
 
Í Alkmaar er skautabraut í fullri stærð (400 m) sem tekin var í notkun [[1972]]. Brautin er að hálfu leyti opin og er vindur látin blása stöðugt í brautinni. Þar í borg er einnig stór reiðhjólahöll, kölluð Sportpaleis Alkmaar.
 
== Frægustu börn borgarinnar ==
* ([[1572]]) [[Cornelis Drebbel]], uppfinningamaður ([[Kafbátur|kafbátar]], hitakassar, [[smjásjá]]r o.flog fleiri.)
* ([[1617]]) [[Emanuel de Witte]] málari
* ([[1934]]) [[Rudi Carrell]], showmaster og sjónvarpsmaður
* ([[1951]]) [[Jacqueline Cramer]], stjórnmálakona og ráðherra í hollensku ríkisstjórninni
 
== Byggingar og kennileiti ==
* Waaggebouw (''vogarhúsið'') er gríðarmikil bygging sem notuð var fyrir ostageymslu, vog og sölustað. Waag merkir einmitt vog. Húsið var reist á [[16. öldin|16. öld]] og vígt [[1583]]. Klukknaspilið var sett í [[1597]]. Í dag er ostasafnið til húsa í vogarhúsinu.
* De Accijnstoren er gamalt tollhlið, reist [[1622]]. Nú til dags er byggingin notuð sem skrifstofa fyrir hafnarstjórn, enda liggur það við skipaskurðinn.
* Mýmargar myllur eru í og við Alkmaar. Flestar þeirra eru enn í notkun, enda hafa þær verið gerðar upp síðustu áratugi.
 
<gallery>
Lína 71:
 
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|titill= Alkmaar|tungumál= nl|mánuðurskoðað= 12. október|árskoðað= 2011}}
 
[[Flokkur:Borgir í Hollandi]]