„Hallmundarhraun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Pjt56 (spjall | framlög)
image replaced
Lína 1:
[[Mynd:Islande champHallmundarhraun-lave Hallmundarhaunpjt.jpg|thumb|right|650px|Hallmundarhraun, tekið á leiðinni frá [[Barnafoss]]i í júlí 2004.]]
'''Hallmundarhraun''' er [[helluhraun]] sem talið er hafa myndast skömmu eftir [[landnám Íslands]], einhvern tímann á [[10. öld]]. Það er kennt við Hallmund þann sem [[Grettis saga]] segir að ætti sér bústað á þessum slóðum. Í Hallmundarhrauni eru margir hellar, þeirra þekktastir eru [[Víðgelmir]], [[Stefánshellir]] og [[Surtshellir]]. Við hraunjaðarinn eru náttúruperlurnar [[Hraunfossar]] og [[Barnafoss]] og ferðamannastaðurinn [[Húsafell]]. Gígarnir sem hraunið rann frá eru upp undir [[Langjökull|Langjökli]]. Svo er að sjá sem hraunið hafi flætt úr tveimur aðalgígum. Annar gígurinn er í Jökulkróki austur af [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Hinn er sunnan undir [[Jökulstallar|Jökulstöllum]], 6 km norðar. Nýverið er farið að kalla hann Hallmund eða Hallmundargíg. Líklegt er að gosið hafi verið langvinnt og staðið í nokkur ár. Ekki er talið að mikil gjóska hafi myndast í gosinu en kvikustrókar og gosgufur hafa vafalítið stigið upp af eldvörpunum vikum og mánuðum saman. Breiðast er hraunið um 7 km og heildarlengd þess er 52 km.