„Narsaq“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Tæmdi síðuna
Lína 1:
[[Mynd:Kirken i Narsaq.JPG|thumb|250 px|Kirkjan í Narsaq]]
[[Mynd:Narsaq Kujalleq 1900.jpg|thumb|250 px|Narsaq þorpið árið 1900]]
'''Narsaq''' er á Suður-[[Grænland]]i í sveitarfélaginu [[Kujalleq]] og hafði 2033 íbúa 1. janúar 2004. Af þeim búa 1705 í sjálfum Narsaq þéttbýliskjarnanum og hinir í hinum þremur byggðakjörnum í nágrenni hans, [[Qassiarsuk]] (42), [[Igaliku]] (41) og [[Narsarsuaq]] (162). Í Narsarsuaq er aðal[[flugvöllur]] suðurhluta Grænlands. Þar var áður [[Bandaríkin|bandarísk]] herstöð og var flugvöllurinn byggður til millilendinga í seinni heimsstyrjöldinni. Frá 1959 hefur flugvöllurinn verið notaður til almenningsflugs. [[Air Greenland]] flýgur daglega áætlanaflug til og frá [[Kaupmannahöfn]] og Narsarsuaq og einnig innanlands á Grænlandi. Þar að auki flýgur [[Flugfélag Íslands]] á sumrin til Narsarsuaq frá [[Reykjavík]].
 
Bærinn Narsaq er á tanga sem aðskilur [[Tunulliarfik]] fjörð (á [[danska|dönsku]]: Skovfjorden, en var nefndur [[Eiríksfjörður]] af Grænlendingum til forna) og Nordre Sermilik fjörð (á [[danska|dönsku]]: Bredefjord) á um það bil á 61°N. Orðið Narsaq má þýða úr grænlensku sem "sléttan" og er það sannefni þar sem bærinn liggur á stóru flötu svæði undir bröttum fjallsveggjum.
 
Bærinn er tiltölulega ungur, fékk kaupstaðarréttindi 1959 en var upphaflega verslunarstaður stofnaður 1830.
 
Aðalatvinnurekstur í bænum er fiskvinnsla, sérlega [[rækjur]] og [[krabbar]].
 
Tiltölulega gjöful náttúra er grundvöllur annars aðalatvinnurekstrar í sveitarfélaginu, [[sauðfé|sauðfjárrækt]]. Þar eru 31 af 53 beitarsvæðum á Grænlandi.
 
Ferðamennska er vaxandi atvinnugrein í sveitarfélaginu, kemur þar til flugvöllurinn, gott gönguland og fiskimöguleikar.
 
==Ítarefni==
*[http://www.narsaq.gl/ Vefur Narsaq]
*[http://www.greenland-guide.gl/narsaq-tourist/default.php Ferðamálaskrifstofa Narsaq]
*[http://www.rejsejournalen.dk/groenland/Groenland.asp Ljósmyndir frá Narsaq]
 
{{Grænland}}
 
[[Flokkur:Byggðir á Grænlandi]]
 
[[ast:Narsaq]]
[[cs:Narsaq]]
[[da:Narsaq]]
[[de:Narsaq]]
[[en:Narsaq]]
[[es:Narsaq]]
[[fr:Narsaq]]
[[hu:Narsaq]]
[[it:Narsaq]]
[[ja:ナルサーク]]
[[kl:Narsaq]]
[[nl:Narsaq]]
[[no:Narsaq]]
[[pl:Narsaq]]
[[pt:Narsaq]]
[[ru:Нарсак]]
[[sv:Narsaq]]
[[zh:纳萨克]]