„Megas“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Snæfarinn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 75:
Í góðri trú, fyrsta sólóskífa Megasar í rúmlega sjö ár, var óbeint afsprengi þeirrar samvinnu en þar voru aðrir hljóðræraleikarar að verki. Þegar platan kom út í vetrabyrjun 1986 var hún rifin út og aðdáendur Megasar fögnuðu endurkomu meistarans, sem sýndi og sannaði að hann hafði engu gleymt. Hann var jafn meinhæðinn og beittur og áður, en samt kvað við nýjan og tón þar sem Megas vitnaði í dægurlagameistara æskuáranna. Ágengur tónflutningurinn féll eins og hanski að hönd meistarans. Það var ekki um að villast að Megas var endurborinn.
 
Platan Loftmynd sem kom út 1987 var síðbúin afmæliskveðja Megasar til Reykjavíkur en borgarbúar héldu upp á 200 ára afmæli með pompi og pragt árið áður. Megasi var ekki boðið að taka þátt í þeirri veislu, enda hefði hann ekki látið tilleiðast að taka þátt í því skjallbandalagi sem myndað var til að hylla gömlu Vík. Loftmynd dregur upp aðra og dekkri mynd af borgarlífinu, en hin skáldin höfðu notað til að mæra borgina, þótt þar bregði einnig fyrir björtum litum. Megas var útnefndur borgarlistamaður og hlaut þriggja ára starfslaun árið 1990, þremur árum eftir útkomu Loftmyndar.
 
Megas fer í gamalkunnar stellingar annálaskrifara og söguskýranda sem sér hlutina með eigin augum, óháð opinberum gildum og venjum. Það var vænn hópur tónlistarmanna sem vann að plötunni með meistara sínum, þ.á.m. systurnar Björk og Inga Guðmundsdætur. Systurnar komu einnig við sögu á næstu plötu Megasar sem kallast Höfuðlausnir. Þar átti hinn rammgöldrótti Hilmar Örn Hilmarsson stóran hlut að máli, ásamt Guðlaugi Óttarssyni sem unnið hafði dyggilega með Megasi um nokkurra ára skeið.
 
Höfulausnir leið fyrir annarlegan og harðan hljóm er fylgdi stafrænni tækni sem hélt innreið sína og réð ríkjum í hljóðverum landsins um tíma í lok níunda áratugarins. Þetta varð síðasta platan sem Megas gerði fyrir Grammið, sem var í andaslitrunum, ef Bláir draumar eru undanskildir. Bláir draumar var nafnið á samstarfsverkefni Megasar og Bubba Morthens sem kom út 1988 og var ætlað að seljast í bílhlössum á jólavertíðinni.