„Kristjanía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Saturn~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Saturn~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
ððð[[Kristjanía.]] Fríríkið Kristjanía. (Fristaden Christiania eða Det Fri Christiania. "Staden") er fríríki í Kaupmannahöfn, höfuðborg Danmerkur. Einstaklingur sem býr í Kristjaníu er kallaður Christianit (en nitte) eða Kristjanitti (nitti).
 
''"Markmið Kristjaníu er að koma upp sjálfstýru samfélagi, þar sem hver einstaklingur getur þróað sig frjálst, undir ábyrgð gagnvart samfélaginu. Fjárhagslega skal þetta samfélag hvíla í sjálfu sér og hið sameiginlega átak á stöðugt að sýna fram á að hin andlega og líkamlega mengun er hjákvæmanleg.
 
Þannig orðað af Sven, Kim, Ole, Kim og Jacob með rétti til réttfæringa. 13/-71"''
 
Kristjanittarnir hafa barist fyrir að lifa samkvæmt þessu markmiði síðan stofnun fríríkisins 1971. Fimm umtalsverðar tilfæringar hafa þó átt sér stað síðan: 1) EngirEngin hörð vímuefni, sökum "junkblokaden" árið 1979, þar sem heróínháðum íbúum voru settir tveir valkostir (meðferð eða brottvísun af svæðinu). 2) Engin bakmerki, sökum yfirþyrmandi vandræða og ofbeldis af höndum rokkaragrúppunar Bullshit. 3) Engin vopn. 4) Ekkert ofbeldi. 5) Engin sala eða samningar um íbúðir og byggingar.
 
Kristijaníu var hleypt af stokki árið 1971 þegar íbúar frá Christianshavn brutust inn á afgirt svæði hinna yfirgefnu herbúða ''Baadsmandsstræde Kaserne''. Ástæðan var að óánægðir foreldrar óskuðu eftir leikvelli fyrir börn sín og tóku málið í eigin hendur. Fljótlega fluttu þó hippar, blómabörn og ýmsir heimilislausir einstaklingar inn og yfirtóku tómar byggingarnar. Í áraraðir reyndu yfirvöld með hálfum huga að fjarlægja Kristjanittana, en það hefur enn ekki tekist, að hluta til vegna stuðnings þjóðarinnar. Þó má bæta við að framtíð fríríkisins er mjög óstöðug þegar þetta er skrifað. Ástæðan er sú að danir fengu hægrisinnaða ríkisstjórn árið 2001 sem hefur beytt Nittana ótakmörkuðum þrýstingi með lögregluvaldi og breyttum reglugerðum síðan.
 
í Upphafi var svæðið einungis aðgengilegt á tveimur stöðum, en í dag eru margir inngangar, þ.á.m. tveir svokallaðir höfuðinngangar.