„David Hume“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Málfar, smálegt.
Ekkert breytingarágrip
Lína 87:
Hume var undir áhrifum frá [[Grikkland hið forna|grískri]] [[Efahyggja|efahyggju]]<ref>Noonan (2007): 15-16.</ref> og sumir fræðimenn telja að hann hafi öðru fremur verið efahyggjumaður og þannig lýsir Hume sjálfum sér.<ref>Um efahyggju í heimspeki Humes sjá Robert J. Fogelin, „Hume's scepticism“, hjá Norton (1993): 90-116.</ref> Eigi að síður var Hume alls ekki róttækur efahyggjumaður. Hann gerir greinarmun á efahyggju eftir því á hvaða forsendum hún hvílir og skiptir henni í það sem hann kallaði fyrir fram efahyggju annars vegar og eftirá efahyggju hins vegar.
 
Fyrir fram efahyggja er efahyggja sem dregur í efa getu sálargáfna fólks með þeim afleiðingum að maður kemst aldrei af stað í leit sinni að þekkingu. Þetta telur Hume vera [[Pyrrhonismi|pyrrhonisma]] eða róttæka efahuggju. Hann sakar [[René Descartes|Descartes]] ranglega um að vera málsvara þess konar skoðana.{{heimild vantar}} Eftirá efahyggja sprettur upp úr rannsóknum sem menn gera. Þegar ítrekaðar rannsóknir skila engum eða misvísandi niðurstöðum draga menn ef til vill í efa að þeir komist nokkurn tímann að réttri niðurstöðu. Hér telur Hume að við komumst að minnsta kosti af stað.
 
Efahyggja getur einnig verið misvíðtæk og djúptæk. Hume kallar róttæka efahyggju pyrrhonisma en hófstillta efahyggju kallar hann akademisma eða [[Akademísk efahyggja|akademíska efahyggja]].<ref>Þessi greinarmunur stenst ekki sögulega því pyrrhonsk efahyggja var ekki nauðsynlega róttækari en akademísk efahyggja.</ref> Þessi akademíska heimspeki getur verið, að dómi Humes, afar gagnleg. Hún eflir í raun [[dygð]]ir eins og hófsemi og umburðarlyndi. Aftur á móti telur Hume að róttæk efahyggja sé ekki eins gagnleg og hófstillta efahyggjan en auk þess telur hann að hversdagslífið „afsanni“ í raun róttæka efahyggju.