„Sveitarfélagið Hornafjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Sterio (spjall | framlög)
höfundarréttarbrot - þarf samt að skoða nánar, líklega ekki alltaf nákvæmlega þessari síðu, en líklega allt höfundarréttabrot (sem ég tók út, inng. er fínn)
Lína 29:
 
 
{{höfundarréttarbrot|http://www.hornafjordur.is/stjornsysla/inngangur/agripafsogu/}}
== Ágrip af sögu ==
 
=== Ágrip af sögu Hafnar ===
 
Árið 1880 tóku verslunarskip að hafa viðkomu á Hornafirði en saga búsetu á Höfn hófst sumarið 1897 þegar Otto Tulinius kaupmaður og Valgerður Friðriksdóttir eiginkona hans fluttust þangað búferlum frá Papósi í Lóni. Þar með lagðist búseta á Papóskaupstað af en Höfn varð verslunarstaður og jafnframt eini þéttbýlisstaður Austur-Skaftafellinga.
 
Fyrst í stað óx íbúafjöldinn hægt enda buðust fá önnur atvinnutækifæri en stopul vinna við upp- og útskipun og slátrun. Á vetrarvertíðinni 1908 hélt vélvæðingin innreið sína á Höfn þegar þangað komu til úthalds þrír vélbátar frá Eskifirði. Um 1920 hljóp mikill vöxtur í útgerðina og Hornafjörður varð einn helsti útgerðarstaður austfirskra vélbáta. Utan vetrarvertíða gekk lífið sinn vanagang. Aðkomufólkið hvarf á braut og Hafnarbúar sinntu búsmala sínum og ræktunarlöndum og reru út á fjörð að veiða sér silung og lúru til matar.
 
 
Veturinn 1919-1920 var stofnað kaupfélag í sýslunni, Kaupfélag Austur-Skaftfellinga (KASK). Það varð með tímanum langöflugasti atvinnurekandinn á Höfn í verslun, fiskvinnslu og á fleiri sviðum. Upp úr 1990 hnignaði veldi félagsins og hafa aðrir aðilar að mestu tekið við hlutverki þess.
 
Eftir seinni heimsstyrjöld tóku Austfirðingar að róa á önnur mið en smám saman lifnaði yfir útgerð heimamanna. Kom þar margt til, ekki síst rekstur frystihúss á vegum kaupfélagsins, hafnarbætur og tilkoma netaveiða. Á sjöunda áratugnum efldist sjávarútvegurinn enn frekar þegar humarveiðar hófust af miklum krafti og síðan þá hefur Höfn verið meðal helstu útgerðarstaða landsins. Bolfiskur hefur löngum verið uppistaða aflans en hlutur humars, síldar og loðnu hefur einnig verið stór undanfarna áratugi.
 
 
Innsiglingin um Hornafjarðarós hefur ávallt verið viðsjárverð og þar hafa orðið mannskaðaslys en á undanförnum árum hefur innsiglingin verið bætt með byggingu brimvarnargarða.
 
Sterk staða sjávarútvegsins eftir miðja öldina varð öðru fremur til að treysta grundvöll atvinnulífsins á Höfn. Yfirleitt var næga launavinnu að hafa og fólk þurfti ekki lengur að treysta á smábúskap og veiði. Þegar best lét vann fjöldi aðkomufólks við útveginn og í byggingarstörfum. Uppgangurinn var hvað mestur á áttunda áratugnum en þá fjölgaði um tæplega 500 manns í kauptúninu. Síðan hægði á vextinum og nú búa á Höfn um 1800 manns.
 
 
Undanfarna áratugi hefur verið vöxtur í ferðaþjónustu í sýslunni og árlega koma tugþúsundir manna í Skaftafell og að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi. Aðrar náttúruperlur, svo sem Lónsöræfi, Skálafellsjökull og nágrenni hans, Ingólfshöfði og Öræfajökull, draga til sín fjölda fólks.
 
Höfn tilheyrði Nesjahreppi þar til kauptúnið varð sérstakt hreppsfélag 1946 með liðlega 300 íbúa. Það fékk kaupstaðarréttindi 31. desember 1988. Árið 1994 sameinaðist bæjarfélagið Nesjahreppi og Mýrahreppi og fjórum árum síðar sameinuðust öll sveitarfélögin í sýslunni í eitt: Sveitarfélagið Hornafjörð með um 2500 íbúa. Verkefni þess eru orðin mjög umfangsmikil, meðal annars hefur það á sinni könnu rekstur heilbrigðis- og menntamála.
 
 
Arnþór Gunnarsson tók saman í desember 2002
 
 
 
 
== Um staðinn (nokkrar staðtölur) ==
 
=== Náttúra og saga ===
 
Austur-Skaftafellssýsla er skýrlega afmarkað landsvæði frá náttúrunnar hendi. Sýslumörkin liggja annars vegar við fallvötn vestan til á Skeiðarársandi, hins vegar við Eystrahornið, tígulegt fjall við austanvert Lón. Fjallasýn er afar tilkomumikil hvar sem er í sýslunni. Hvassa tinda ber við jökulinn, speglast í lónum og fjörðum og ljá þannig sveitarfélaginu nafnið sem svæðið gengur undir í daglegu tali - Hornafjörður.
 
Segja má að í sýslunni séu sex byggðarlög. Frá austri talið eru það "Lón" sem að sunnan afmarkast af Vestrahorni, "Nes" sem eru sveitin og þéttbýliskjarninn milli Vestrahorns og Hornafjarðarfljóts, "Höfn" sem er þéttbýliskjarninn á nesi milli Hornafjarðar og Skarðsfjarðar, ?Mýrar" sem eru sveitin milli Hornafjarðarfljóts og jökulárinnar Kolgrímu, "Suðursveit" sem er sveitin frá Kolgrímu vestur á Breiðamerkursand og hin fornfrægu "Öræfi" sem er sveitin við rætur Öræfajökuls.
 
Höfn í Hornafirði er ungt byggðarlag. Fyrstu íbúarnir, kaupmannshjónin Ottó og Valgerður Tulinius, settust að á Höfn árið 1897 og byggðu þar verslunar- og íbúðarhús sem enn standa. Byggðin óx hægt framan af og allt fram á miðja þessa öld var atvinnulíf heldur fábreytt á Höfn. Höfðu flest heimili lífsbjörg af smábúskap og veiðum úr firðinum. Eftir 1950 lifnaði heldur yfir athafnalífi á staðnum og síðan hefur Höfn vaxið óðfluga úr litlu sjávarþorpi í myndarlegan bæ með nútíma fyrirtækjum, verslunum, heilsugæslu og fjölbreyttri þjónustu.
 
=== Atvinnuvegir ===
 
Á Hornafirði eru starfrækt öflug sjávarútvegsfyrirtæki sem skapa undirstöðu þeirrar velmegunar sem almennt ríkir á staðnum. Nýtísku fiskiskip færa verðmætan afla að landi allan ársins hring og er Höfn meðal annars þekkt sem verstöð fyrir humarvertíð að vori og síldarvertíð að hausti. Fullkomin fiskiðjuver vinna aflann og selja innanlands og utan og hefur hróður hornfiskra sjávarafurða borist víða. Fiskiskipahöfnin iðar af lífi frá morgni til kvölds og gestir verða gagnteknir af þeirri stemmingu sem þar ríkir.
 
Í sveitarfélaginu Hornafirði er stundaður öflugur landbúnaður og eru aðal framleiðsluvörur bændanna mjólk og kindakjöt auk nauta- og svínakjöts. Afurðastöð þeirra, sláturhúsið, er fullkomið og hreinlegt og hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar.
 
=== Ferðaþjónusta ===
 
Á Hornafirði og í nágrenni hans er rekin öflug þjónusta við ferðamenn. Gisting býðst á hótelum, sveitabæjum og á vel búnum tjaldstæðum, matreiðslumenn bera fram rétti úr fersku og fjölbreyttu hráefni og nálægð stærsta jökuls Evrópu, Vatnajökuls, býður upp á óþrjótandi möguleika til útivistar og afþreyingar auk þess sem náttúrufar Austur-Skaftafellssýslu er að öðru leyti víðfrægt fyrir ótrúlega fjölbreytni. Meðal náttúruperla í héraðinu er þjóðgarðurinn í Skaftafelli, friðlýst svæði í Lónsöræfum og hið sérstæða Jökulsárlón.
 
 
=== Veðurfar ===
 
Veðurfarslega hefur Suðausturland talsverða sérstöðu m.v. aðra landshluta. Þar er hlýrra og langtum meiri úrkoma að meðaltali en víðast hvar í öðrum landshlutum enda í nágrenni við eitt mesta úrkomusvæði landsins sem myndað hefur Vatnajökul. Þrátt fyrir það er Hornafjörður líklega snjóléttasta svæði landsins að Vestmannaeyjum undanskildum og munar miklu á snjóalögum í Skaftafellssýslum og norðanverðum Austfjörðum. Fjöldi daga þar sem er alskýjað er svipaður á Hornafirði og Reykjavík en Hornfirðingar hafa vinninginn þegar heiðskýrir dagar á ári eru skoðaðir, 33 á móti 19 í Reykjavík. Ársmeðalhiti á Hornafirði er ívið hærri en í Reykjavík og Akureyri.
 
== Jökulsárlón ==
 
=== Um Jökulsárlón ===
Fyrir 1950 rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jökli u.þ.b. 1½ km til sjávar. Síðan hefur jökullinn hörfað og sístækkandi lón myndast. Meðalrennsli árinnar er 250-300 m³/sek. og stórir ísjakar brotna af jökuljaðrinum, sem er á floti í vatni. Lónið er feikidjúpt, a.m.k. 160 m. Áin styttist stöðugt vegna brimrofs og árið 1998 var hún varla meira en 500 m. Yfirborð lónsins hefur lækkað stöðugt, þannig að nú gætir sjávarfalla í því. Það þýðir einfaldlega, að hlýrra vatn streymir inn í það á flóði og ísinn bráðnar mun hraðar en fyrrum. Árið 2003 hófust framkvæmdir til að fyrirbyggja frekara landbrot, m.a. með því að hækka vatsstöðu lónsins, svo að sjór falli sem minnst eða ekki inn í það.
 
Bæði loðna og síld ganga inn í lónið og selurinn eltir ætið. Víða má sjá æðarfugl syndandi milli jakanna. Það er ógleymanlegt að sigla með bátunum um lónið og virða fyrir sér litaskipti íssins og ótrúlegar höggmyndir náttúrunnar. Það er rekin bátaútgerð fyrir ferðamenn á lóninu og þar er lítið veitingahús. Austurleið hf. hefur viðkomu við lónið á hverjum degi á sumrin, bæði í áætlun og dagsferðum tengdum Skálafellsjökli frá Höfn. Vegalengdin frá Reykjavík er um 400 km.
 
Frá 14. öld fram að byrjun 20. aldar var nær samfellt kuldaskeið, einkum eftir 1600, oft nefnt „litla ísöldin" , því að líklega var það kaldasta skeið hér á landi frá lokum ísaldar. Talið er að um 1650 hafi hjarnmörk á sunnanverðum Vatnajökli verið um 350 m lægri en á 11. öld, í 750 m hæð. Snjór hlóðst á jökla og þeir tóku að skríða fram eyðandi landi, gróðri og byggð. Henderson (1818) taldi, að árið 1815 hafi upptök Jökulsár ekki verið meira en 2 km frá sjó og er sú vegalengd svipur (um 2200 m) á Íslandskorti Björns Gunnlaugssonar, sem talin er komin frá landmælingum Scheels og Frisaks 1813 og A. Aschlunds frá 1817.
 
Árið 1836 taldi Gaimard 400 m frá upptökum að ósum Jökulsár. Samtímis framskriðinu varð landauki fram frá 1817 til 1904. Árið 1934 skreið jökullinn skyndilega fram og náði næstum út í sjó, ár flæddu yfir allar engjar á Felli, sem um miðja 18. öld var talin mesta slægjujörð í Suðursveit og huldust grjóti og auri. Um skeið hélst bærinn á eyju en loks tók hann sjálfan af. Ekkert lát varð á framrás jökulsins.
 
Árið 1875 ruddist hann hratt fram og heimamenn óttuðust að hann næði að sjó og lokaði leið yfir Breiðamerkursand. Svo fór þó ekki, og þegar Howell (1893) fór um sandinn 1891, áður en hann kleif Öræfajökul, sagði hann um 1600 m frá jökli að sjó. Stuttu síðar gerði jökullinn lokaatrennu að sjó og lengst er talið, að hann hafi náð fram árið 1894, 256 m frá sjó og 9 m yfir sjávarmáli. Eftir það tók hann að hopa, hægt í fyrstu, en hratt eftir 1930. Alls mun framskrið austurjökulsins, þar sem nú er Jökulsá, hafa verið um 9 km frá 1732 til 1890. Árin 1934-35 fór Jökulsárlón að koma fram við jökulsporðinn og Jökulsá, sem var þá 1 km löng, að grafa sér fastan farveg til sjávar. Lónið stækkaði ört eftir 1937, var orðið 7,9 km² árið 1975, 10,4 km² 1991, u.þ.b. 18 km² 1999 og enn stækkað það og dýpkar. Jökulsporðurinn er nú um 3 km frá sjó og hörfar til norðurs.
 
Árið 1992 fór Stemma úr farvegi sínum og tók að renna í Jökulsárlón og Stemmulón, 2,1 km², tengdist því. Við hop vesturstraums Breiðamerkurjökuls kom Breiðárlón í ljós snemma á þriðja áratugi 20. aldar, en Breiðá rann frá því til sjávar um 6-7 km vestan Jökulsár uns hún braut sér farveg vestur í Fjallsá árið 1954. Breiðamerkurjökull og Fjallsárjökull skildust að árið 1946. Undan jöklinum kemur gróðursnauður sandurinn og engin ummerki eeru um gömul bæjarstæði en stöðugt bera ár fram móhnausa, leifar af fornum grassverði og birkilurka sem vitna um hina horfnu Breiðumörk (Breiðármörk). Af bæjum í landnámi Þórðar illuga eru nú Kvísker ein eftir.
 
Á móts við Eyjólfsfjall fellur austurstraumur Breiðamerkurjökuls bratt niður fyrir sjávarmál og skríður síðan um 20 km langa rennu niður í Jökulsárlón. Nyrst í henni er jökullinn 800-900 m þykkur og nær 175 m niður fyrir sjávarmál, en dýpst 300 m 2-3 km ofan við Jökulsárlón og þar er hann 300-400 m þykkur. Mjóstur er straumurinn skammt suðvestan við Innri-Veðurárdal, um 3,5 km breiður, en síðar breiðir hann úr sér og er um 7 km breiður við jökulsporð. Ísstraumur fellur suður í Jökulsárlón en hluti sveigir austur að upptökum Stemmu. Sé horft upp eftir troginu, vekur athygli, að um 3 km suður af Skálabjörgum rís stakt, keilulaga fjall 300 m yfir sjávarmál, sem hefur staðið af sér rof, þegar setlög grófust fram umhverfis það. Þessi eyja í troginu er beint norðaustur af fjallsbrík, sem nær að Káraskeri.
 
Frá því að Jökulsárlón fór að myndast á þriðja tug 20. aldar, hefur ströndin framan við mynni Jökulsár hörfað vegna þess, að framburður frá jöklinum hefur setst í lónið og aðeins lítill hluti hans borist með ánni til strandar. Framburður undan jöklinum hefur því ekki bætt up strandrof. Samanburður á kortum frá 1904 og 1989 sýnir, að strandlínan hefur hörfað á 8 km löngum kafla við ármynnið. Mest hafa rofist af ströndinni 700 m ár 85 árum, að meðaltali 8,5 m á ári. Hopið frá 1945 til 1989 var svipað.
 
 
 
== Stokksnes ==
 
=== Um Stokksnes ===
Stokksnes er sunnan Vestra-Horns og þar er sandleira, sem er stundum hulin vatni. Vegur liggur frá þjóðvegi vestan ganganna undir Almannaskarð niður á Stokksnes. Þar voru mikil radarmannvirki, s.s. stórir skermar úr steinsteypu, sem voru jafnaðir við jörðu í kringum aldamótin 2000.
 
Margir leggja leið sína niður á Stokksnes til að njóta náttúrunnar og skoða seli á skerjunum fyrir utan ströndina.
 
 
 
== Hvalnes ==
 
=== Um Hvalnes ===
 
Hvalnes í Lóni er austasti bær í Austur-Skaftafellssýslu og stendur undir Eystra-Horni, sem er hrikalegt og snarbratt fjall að mestu úr gabbró og granófýr. Skriðurnar við rætur þess eru gróðurlausar. Björn Kristjánsson fann þar gull, silfur, kvikasilfur og fleiri málma. Fyrrum hét fjallið Hvalneshorn og þá hét Vestra-Horn Eystra-Horn. Á þessum tíma var Horn á Hornströndum kallað Vestra-Horn. Það var skammt á góð fiskimið frá Hvalneskrók og þangað sóttu Norðlendingar sjóinn á 15. öld.
 
Þeir ferðuðust um hálendið og Víðidal. Hvalneskrókurinn var löggilt siglingahöfn 1912 og vitinn þar var byggður 1954. Tyrkir tóku land á Hvalnesi 1627 og rændu og rupluðu en fundu ekkert fólk, því það var allt í seli. Þjóðvegur #1 liggur um Hvalnesskriður og Þvottárskriður síðan 1981 rétt hjá Hvalneskrók en áður lá hann um hrikalegan fjallveg, Lónsheiði, þar sem slys voru tíð.
 
 
 
== Lónsöræfi ==
 
=== Um Lónsöræfi ===
 
Öræfin eru austan Vatnajökuls og upp af Lóni bera þetta nafn. Þau ná frá Skyndidal í suðri að Geldingafelli í norðri og Hofsjökli og Jökulgisltindi og Víðidalsdrögum í austri. Lónsöræfi eru mjög sundurskorin af giljum og gljúfrum, mikið er af ljósgrýti (ríólíti), þannig að landslagið er ákaflega litríkt. Líkt og víðar á Austfjörðum finnst þar mikið af holufyllingum og fallegum kristöllum. Víða er gróður talsverður, graslendi og blómskrúð. Oft sjást hreindýr á þessum slóðum. Jeppaleiðin liggur frá Þórisdal yfir Skyndidalsá að Eskifelli og síðan upp Kjarrdalsheiði (722m) og niður á Illakamb við Ölkeldugil.
 
Þar verður að grípa til postulanna og ganga yfir hengibrú á Jökulsá í Lóni. Lónsöræfi eru eitthvert fegursta og áhugaverðasta göngusvæði landsins og þar eru víða skálar til að gista í. Sumir ganga yfir Eyjabakka eða Eyjabakkajökul, ef kvíslar Jökulsár á Dal eru óvæðar, alla leið að Snæfelli, þar sem er skáli Ferðafélags Íslands. Á sumrin eru daglegar ferðir inn á Illakamb frá Höfn í Hornafirði.
 
 
 
== Papós ==
 
=== Um Papós ===
 
Fyrsti verslunarstaður Austur-Skaftafellssýslu var á Papósi. Þar var verslað á árunum 1861-97 þangað til verslun hófst á Höfn. Næstu tvö árin var rekinn unglingaskóli með heimavist á staðnum. Þessi gamli verslunarstaður stendur við Papafjörð, sem gengur inn úr Lónsvík. Ósinn var fær litlum skipum og skjólgóð lega, þegar inn fyrir var komið. Rústir húsanna á staðnum eru áberandi enn þá og eitt húsanna, sem eftir stóð, var flutt til Hafnar, þar sem það hýsir byggðasafnið.
 
Sunnan gamla verslunarstaðarins eru svokallaðar Papatættur, sem sagðar eru vera frá tíma írsku einsetumannanna, sem bjuggu á landinu fram yfir upphaf landnáms norrænna manna.
 
 
 
== Vatnajökull ==
 
=== Um Vatnajökul ===
 
Vatnajökull (2110m) er stærsti jökull Evrópu, 8100 km². Heildarísmagn jökulsins er talið vera í nánd við 4000 km³. Jökullinn er því nærri 500 m þykkur að meðaltali, en mesta þykkt er á milli 1000 og 1100 m. Landslagið undir jöklinum er bungótt háslétta (600-800m) með dölum og gljúfrum. Hæstu fjöll undir honum eru 1800-2000 m há. Aðeins 10% af botni hans rísa yfir 1100 m. Jökulhvelið er að mestu í 1400-1800 m hæð yfir sjó. Snælína jökulsins eru um 1100 m að sunnan, 1200 m að vestan og 1300 m að norðan. U.þ.b.. 60% jökulsins liggja ofan snælínu og þar er safnsvæði hans. Hann lifir því á eigin hæð yfir sjó. Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og Landsvirkun hafa mælt afkomu Vatnajökuls frá 1992 og hún hefur sveiflast verulega á þeim tíma. Fyrstu þrjú árin bætti jökullinn á sig sem svarar 2,4 m af vatni jafndreifðu yfir hann allarn.
 
Næstu sex árin rýrnaði hann samanlagt um 3,1 m (0,5 m á ári). Þetta samsvarar 6 km³ rýrnun á árunum 1992 til 2001, sem eru 0,15% af heildarrúmmáli jökulsins. Á þessum árum sveiflaðist snælínan úr u.þ.b. 1000 m upp í 1400 m. Helstu skriðjöklar Vatnajökuls eru Köldukvíslarjökull, Tungnárjökull, Skaftárjökull, Síðujökull, Skeiðarárjökull, Breiðamerkurjökull, Skálafellsjökull, Fláajökull, Eyjabakkajökull, Brúarjökull og Dyngjujökull. Enginn jökull á landinu hefur verið rannsakaður betur en Vatnajökull. Rannsóknir hófust fyrir alvöru árið 1934, þegar gaus í Grímsvötnum, og óslitið eftir að Jöklarannsóknarfélagið var stofnað 1950. Helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur ók um jökulinn þveran og endilangan með íssjá sína í eftirdragi, þannig að ljóst er að mestu, hvernig landslagið er undir ísnum.
 
Talið er að vatnsmagnið, sem rennur frá jöklinum, sé í nánd við 5000 m³/sek. Jöklarannsóknarfélagið á skála á Eystri-Svíahnjúk í Grímsvötnum, í Esjufjöllum, í Kverkfjöllum og við Goðaborg austast á jöklinum. Fyrsta ferð yfir Vatnajökul, sem staðfest er, var farin 1875. Þar var á ferðinni Englendingur, W.L. Watts, ásamt fimm Íslendingum. Þeir urðu fyrstir til að sjá Öskjugosið og tilkynna um það í Mývatnssveit. Gos í grennd við og í Grímsvötnum sjálfum urðu 1996 og 1998 og oft áður. Skálinn Jöklasel við jaðar Skálafellsjökuls í u.þ.b. 840 m hæð yfir sjó. Þaðan bjóðast snjósleða-, snjóbíla- ig jeppaferðir inn á jökulinn. Frá þjóðvegi er ævintýralegur vegur upp að skálanum. Austurleið og Bjarni Skarphéðinn. annast flutning fólks upp í Jöklaseli og fólki er ráðlagt að reyna ekki að aka upp á eigin bílum.
 
=== Jöklaferðir / Jöklasel ===
 
Jöklaferðir voru stofnaðar árið 1985. Jöklasel var byggt 1991.
Jöklasel er í 840 metra hæð, Pallurinn í 320 metra hæð og útsýnisstaður við Skálafellsjökul í 540 metra hæð. Boðið er upp á jeppa- og snjósleðaferðir á jökulinn. Gistingu og þjónustu má fá í Jöklaseli.
Vegurinn að Jöklaseli er aðeins 16 km langur en það tekur u.þ.b. 1 klst. að aka hann. Leiðin er nokkuð hrikaleg en ægifögur og enginn gleymir fyrstu reynslunni af honum. Varast skal að reyna að komast upp á eins drifs bíl.
Það fer eftir veðri hvar er best að stansa á leiðinni, en oft er rétt úr sér í 320 og 540 m hæð, þegar skyggni er gott. Kynnisferðir halda uppi reglubundinni áætlun þangað á sumrin.