„Alþjóðasamtök kommúnista“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Komintern''' var Alþjóðasamband kommúnista, oft kallað þriðja alþjóðasambandið. Það var stofnað í [[Moskva|Moskvu]] 1919. Fyrsta alþjóðasambandið hafði [[Karl Marx]] stofnað, og annað alþjóðasambandið var í höndum [[Jafnaðarstefna|jafnaðarmanna]]. Ágreiningsefni [[Kommúnismi|kommúnista]] og jafnaðarmanna var hvort aðeins bæri að fara [[Lýðræði|lýðræðisleiðina]] að settu marki eins og jafnaðarmenn vildu eða gera [[Bylting|byltingu]], ef þess þyrfti, eins og kommúnistar töldu.
 
== Skipulag og starfsemi Kominterns ==
Fyrsti forseti Kominterns var rússneski kommúnistinn [[Grígoríj Zínovjev]], 1919–1926. Annar forseti sambandsins var [[Níkolaj Búkharín]], 1926–1928. Búlgarski kommúnistinn [[Georgíj Dímítrov]] var síðasti forseti þess, 1932–19431935–1943. Fimm manna framkvæmdanefnd stjórnaði sambandinu á milli þinga.
 
Komintern skipulagði byltingartilraunir víða um heim, meðal annars í Þýskalandi og Eistlandi. Margir aðildarflokkar Kominterns voru bannaðir vegna ólöglegrar starfsemi, til dæmis finnski kommúnistaflokkurinn.
 
Náin tengsl mynduðust á milli leynilögreglu Ráðstjórnarríkjanna og Kominterns, og var forstöðumaður starfsmannadeildar Kominterns, [[Míkhaíl Trílísser]], í raun og veru yfirmaður hinnar erlendu deildar leynilögreglunnar og notaði þá dulnefnið Míkhaíl Moskvín. Talið er, að 133 af 492 starfsmönnum Kominterns hafi týnt lífi í hreinsunum [[Stalín|Stalíns]].