„Alþjóðasamtök kommúnista“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
m iw
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Fulltrúar íslenskra kommúnista á þriðja þingi Kominterns í Moskvu 1921 voru [[Ólafur Friðriksson]] og Ársæll Sigurðsson. Eftir það þing tók Ólafur Friðriksson með sér munaðarlausan ungling til Íslands, sem vísað var úr landi vegna smitandi augnsjúkdóms, og urðu af því átök, sem kölluð hafa verið „Drengsmálið“.
 
Fulltrúi íslenskra kommúnista á fjórða þingi Kominterns í Moskvu 1922 var [[Ólafur Friðriksson]]. Olli utanför hans hörðum deilum í Alþýðuflokknum, en hann var þá ritstjóri ''Alþýðublaðsins''. Margir Alþýðuflokksmenn voru andvígir Komintern.
 
Fulltrúi íslenskra kommúnista á fimmta þingi Kominterns í Moskvu 1924 var [[Brynjólfur Bjarnason]]. Var þar samþykkt ályktun um Ísland, sem kvað á um, að stofna þyrfti sérstakan kommúnistaflokk í landinu, en ekki fyrr en eftir nokkurn undirbúning.
Lína 11:
Fulltrúar íslenskra kommúnista á sjötta þingi Kominterns í Moskvu 1928 voru [[Einar Olgeirsson]] og Haukur Siegfried Björnsson.
 
Þegar [[Kommúnistaflokkur Íslands]] var stofnaður 29. nóvember 1930, gekk hann í Komintern og varð deild í honum. Um tuttugu Íslendingar stunduðu nám í byltingarskólum Kominterns í Moskvu, [[Lenínskólinn|Lenínskólanum]] og Vesturskólanum, en markmið þeirra var að þjálfa dygga flokksmenn, ekki aðeins í [[Marxismi|marxískum]] fræðum, heldur líka í vopnaburðibyltingartækni. Kunnastur íslensku námsmannanna var Benjamín H. J. Eiríksson, en á meðal þeirra voru einnig tveir alþingismenn sósíalista, Þóroddur Guðmundsson og Steingrímur Aðalsteinsson, og framkvæmdastjóri [[Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokksins]], Eggert Þorbjarnarson.
 
Eggert Þorbjarnarson starfaði á skrifstofu Kominterns í Moskvu 1934–1973. Hann var framkvæmdastjóri [[Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokksins]], 1942–19561943–1957.
 
Fulltrúar íslenskra kommúnista á sjöunda (og síðasta) þingi Kominterns í Moskvu 1935 voru [[Brynjólfur Bjarnason]] og [[Einar Olgeirsson]] (sem var áheyrnarfulltrúi).
Lína 20:
 
Komintern var lagt niður að skipun [[Stalín|Stalíns]] 1943 þegar hann vildi þóknast bandamönnum sínum í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]], Bretum og Bandaríkjamönnum.
 
== Heimildir ==
Arnór Hannibalsson: ''Moskvulínan.'' Reykjavík 1999: Nýja bókafélagið.
Einar Olgeirsson: ''Kraftaverk einnar kynslóðar.'' Jón Guðnason skráði. Reykjavík 1983: Mál og menning.
Jón Ólafsson: ''Kæru félagar.'' Reykjavík 1999: Mál og menning.
Þór Whitehead: ''Sovét-Ísland. Óskalandið.'' Reykjavík 2010: Ugla.
 
== Tengt efni ==