„Alþjóðasamtök kommúnista“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 9:
Fulltrúi íslenskra kommúnista á fimmta þingi Kominterns í Moskvu 1924 var [[Brynjólfur Bjarnason]]. Var þar samþykkt ályktun um Ísland, sem kvað á um, að stofna þyrfti sérstakan kommúnistaflokk í landinu, en ekki fyrr en eftir nokkurn undirbúning.
 
Fulltrúar íslenskra kommúnista á sjötta þingi Kominterns í Moskvu 1928 voru [[Einar Olgeirsson]] og Haukur Siegfried Björnsson.
 
Þegar kommúnistaflokkur Íslands var stofnaður 29. nóvember 1930, gekk hann í Komintern og varð deild í honum. Um tuttugu Íslendingar stunduðu nám í byltingarskólum Kominterns í Moskvu, en markmið þeirra var að þjálfa dygga flokksmenn, ekki aðeins í marxískum fræðum, heldur líka í vopnaburði. Kunnastur íslensku námsmannanna var Benjamín H. J. Eiríksson, en á meðal þeirra voru einnig tveir alþingismenn sósíalista, Þóroddur Guðmundsson og Steingrímur Aðalsteinsson, og framkvæmdastjóri [[Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokksins}}, Eggert Þorbjarnarson.
Fulltrúar íslenskra kommúnista á sjöunda þingi Kominterns í Moskvu 1935 voru [[Brynjólfur Bjarnason]] og [[Einar Olgeirsson]] (sem var áheyrnarfulltrúi).
 
Eggert Þorbjarnarson starfaði á skrifstofu Kominterns í Moskvu 1934–1973. Hann var framkvæmdastjóri [[Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokksins]], 1942–1956.
 
Fulltrúar íslenskra kommúnista á sjöunda (og síðasta) þingi Kominterns í Moskvu 1935 voru [[Brynjólfur Bjarnason]] og [[Einar Olgeirsson]] (sem var áheyrnarfulltrúi).
 
Kommúnistaflokkurinn var lagður niður 1938, þegar kommúnistar gengu til samstarfs við vinstra arm [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]] og stofnuðu [[Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokkinn]].
 
Komintern var lagt niður að skipun Stalíns 1943 þegar hann vildi þóknast bandamönnum sínum í seinni heimsstyrjöldinni, Bretum og Bandaríkjamönnum.