„Skálholtsskóli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 27:
Ástand skólans var orðið bágborið og fjárhagur þröngur þegar um 1775, enda var árferði þá erfitt og hallæri í landinu, en í [[Suðurlandsskjálfti|Suðurlandsskjálftanum]] [[1784]], í miðjum [[Móðuharðindi|Móðuharðindunum]], hrundu öll hús í Skálholti nema dómkirkjan. Skólahald féll niður um veturinn og í stað þess að endurreisa hann var ákveðið að flytja bæði skólann og biskupsstólinn til [[Reykjavík]]ur. Tók því [[Hólavallarskóli]] við haustið 1785.
 
== Skólameistarar Skálholtsskóla eftir siðaskipti ==
 
Lengi framan af voru skólameistarar ungir, vel menntaðir menn af góðum ættum, oft nátengdir biskupunum, sem voru að bíða eftir að fá góð embætti. Þeir gegndu því sjaldnast starfinu nema örfá ár.
 
* 1552-1555 [[Ólafur (skólameistari í Skálholti)|Ólafur]], danskur maður sem kom með [[Christoffer Huitfeldt|Kristófer Hvítfeld]] til landsins. Drukknaði í [[Brúará]].
* 1555 [[Jón Loftsson (prestur á Mosfelli)|Jón Loftsson]], prestur á Mosfelli, var settur skólameistari til vors.
* 1555-1557 [[Þórður Marteinsson]], sonur [[Marteinn Einarsson|Marteins Einarssonar]] biskups, síðar prestur í Hruna og á Breiðabólstað.
* 1557-1561 [[Hans Lollich]], danskur maður, sagður undarlegur í skapi.
* 1561-1564 [[Erasmus Villadtsson]], danskur, síðar prestur í Görðum á Álftanesi, Odda og Breiðabólstað. Gegndi biskupsstörfum 1587-1589.
* 1564-1567 [[Guðbrandur Þorláksson]], síðar Hólabiskup.
* 1567-1571 [[Kristján Villadtsson]], bróðir Erasmusar, síðar prestur á Helgafelli. Mjög lærður og skrifaði lækningabók.
* 1571-1576 [[Matthías (skólameistari í Skálholti)|Matthías]], danskur maður.
* 1576-1579 [[Stefán Gunnarsson (Skálholtsráðsmaður)|Stefán Gunnarsson]]. Var síðar Skálholtsráðsmaður í 40 ár.
* 1579-1583 [[Sigurður Jónsson (skólameistari)|Sigurður Jónsson]], norðlenskur, hafði verið lengi við nám í [[Kaupmannahöfn]] og [[Rostock]]. Áður skólameistari á Hólum.
* 1583-1585 [[Gísli Guðbrandsson]], síðar prestur í Hvammi í Hvammssveit.
* 1585-1589 [[Jón Guðmundsson í Hítardal|Jón Guðmundsson]], lærður í Bremen og Kaupmannahöfn, síðar prestur í Hítardal.
* 1589-1591 [[Jón Einarsson (skólameistari)|Jón Einarsson]]; var svo skólameistari á Hólum eitt ár og síðan aftur í Skálholti 1592-1593. [[Oddur Stefánsson]] kirkjuprestur í Skálholti leysti hann af á meðan hann var á Hólum.
* 1594 [[Sigurður Stefánsson (skólameistari)|Sigurður Stefánsson]], bróðir Odds kirkjuprests. Drukknaði í Brúará eftir fáeinar vikur í starfi.
* 1595-1596 [[Gísli Einarsson (prestur áí StaðVatnsfirði)|Gísli Einarsson]], hálfbróðir [[Oddur Einarsson|Odds biskups]]. Þótti óhæfur í embætti. Síðar prestur í Vatnsfirði og svosíðast á Stað á Reykjanesi.
* 1596-1600 eða 1601 [[Oddur Stefánsson]], áðurnefndur. Síðar prestur í Gaulverjabæ. Gegndi biskupsstörfum eftir dauða Odds biskups 1630.
* 1601-1602 (?) [[Ólafur Halldórsson (prestur á Stað)|Ólafur Halldórsson]], síðar prestur á Stað í Steingrímsfirði.