„Svalur og Valur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 12:
 
Frakkinn Jean Claude Fournier tók við Sval og Val árið [[1969]]. Franquin vildi þó ekki sleppa hendinni af gormdýrinu og heimilaði ekki notkun þess í fleiri Svals og Vals-bókum. Fournier sveigði söguþráðinn meira í átt að hefðbundnum spennusögum, þar sem félagarnir áttu oft í höggi við alþjóðlegu glæpasamtökin Þríhyrninginn, sem svipar mjög til SPECTRE-samtakanna úr kvikmyndunum um [[James Bond]]. Af minnisstæðum aukapersónum Fourniers má nefna [[Japan|japanska]] töframanninn Ító Kata.
 
=== Örar mannabreytingar ===
Árið [[1979]] hætti Fournier skyndilega störfum hjá Dupuis. Í kjölfarið voru tvö teymi teiknara og höfunda fengin til að spreyta sig á sögunum og birtust þær á víxl í Svals-blaðinu. Annars vegar voru það teiknarinn Nic og höfundurinn Cauvin, sem er kunnastur fyrir sögur sínar um harðjaxlana ''Samma og Kobba'' (Sammy) og hins vegar þeir Tome og Janry. Hinir fyrrnefndu þóttu ekki ná sér vel á strik og eru bækurnar þeirra þrjár ekki í hávegum hafðar hjá hörðum aðdáendum.
 
Tome og Janry nutu hins vegar mikilla vinsælda frá upphafi og sendu frá sér fjórtán bækur í allt, ein þeirra, ''Furðulegar uppljóstranir'', segir frá æskuárum Svals og markaði hún í raun upphafið að sjálfstæðum bókaflokki þeirra félaga um strákpjakkinn Sval. Síðasta bók þeirra, ''Machine qui rêve'' frá [[1998]], markaði tímamót í bókaflokknum. Útliti persónanna var gjörbreytt og þær gerðar raunsæislegri. Stokkið var fram og aftur í tíma í frásögninni og minnir sagan fremur á hefðbundnar nútímateiknimyndasögur en hinar gömlu Svals og Vals-bækur.
 
=== Svalur og Valur á 21. öld ===
Þessi tilraun til nútímavæðingar bókaflokksins hélt áram hjá næstu höfundum, Moran og Munerva. Þeir sendu frá sér fjórar bækur sem sóttu mjög í smiðju japanskrar [[manga|Manga-hefðar]] í teiknimyndasagnagerð. Annað einkenni á verkum þeirra er hversu mikið er um vísanir í fyrri bækur ritraðarinnar og gamlar aukapersónur óspart kynntar til sögunnar.
 
Þessar sögulegu vísanir eru ekki síður fyrirferðarmiklar í bókinni ''Alerte aux Zorkons'' eftir þá Yoann og Wehlmann, sem tóku við keflinu árið [[2010]]. Bókin telst sú 51. í röðinni. Áður höfðu Yoann og Wehlmann átt sögur í nýjum bókaflokki Dupuis, þar sem einstakir listamenn eru fengnir til að gera Sval og Val skil á sinn hátt. Sex slíkar bækur komu út á árabilinu [[2006]] til 2010, en áætlað er að eftirleiðis verði gefin út bók í þeirri ritröð annað hvort ár, en hitt árið komi út Svals og Vals-bók í hinum opinbera bókaflokki.
 
== Tenglar ==
* [http://www.spirou.com/spirou/ Opinber heimasíða Svals og Vals] (á frönsku)
 
 
{{stubbur}}