„Svalur og Valur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
 
Árið [[1943]] keypti Dupuis-forlagið [[höfundaréttur|höundaréttinn]] að persónunni af Rob-Vel, sem þá hafði raunar ekki getað sinnt sögunum um hríð vegna þátttöku sinnar í [[seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]]. Belginn Joseph Gillain eða Jijé tók við pennanum. Hann kynnti til sögunnar spjátrunginn Val. Saman lentu þeir félagarnir í ýmsum ævintýrum. Sögurnar voru þó stuttar og gengu fyrst og fremst út á ærslakenndan húmor.
 
=== Gullöld Svals og Vals ===
Árið [[1946]] var ungum Belga, André Franquin, falin umsjón með ævintýrum Svals og Vals. Í hans meðförum urðu miklar breytingar á sögunum. Söguþráðurinn varð flóknari, ævintýrin lengdust til muna og var farið að gefa þau út á bókarformi eftir að þau höfðu birst sem framhaldssögur í Svals-blaðinu. Árið [[1948]] kom fyrsta slíka bókin á markað og hafði hún að geyma fjórar sögur. Hefð er fyrir að telja hana fyrstu Svals og Vals-bókina og þótt síðar hafi komið út safn af eldri sögum eftir Rob-Vel, Jijé og Franquin, teljast þau ekki hluti af hinum eiginlega bókaflokki.
 
Franquin kynnti einnig til sögunnar ýmsar aukapersónur sem áttu eftir að hafa mikil áhrif. Má þar nefna Sveppagreifann og kynjaskepnuna gormdýrið. Þá hóf [[Viggó viðutan]] göngu sína sem aukapersóna í Sval og Val áður en hann öðlaðist sjálfstæða tilveru í eigin sögum.
 
Frakkinn Jean Claude Fournier tók við Sval og Val árið [[1969]]. Franquin vildi þó ekki sleppa hendinni af gormdýrinu og heimilaði ekki notkun þess í fleiri Svals og Vals-bókum. Fournier sveigði söguþráðinn meira í átt að hefðbundnum spennusögum, þar sem félagarnir áttu oft í höggi við alþjóðlegu glæpasamtökin Þríhyrninginn, sem svipar mjög til SPECTRE-samtakanna úr kvikmyndunum um [[James Bond]]. Af minnisstæðum aukapersónum Fourniers má nefna [[Japan|japanska]] töframanninn Ító Kata.
 
{{stubbur}}