„Jóhanna Guðrún Jónsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ice-72 (spjall | framlög)
Ice-72 (spjall | framlög)
Lína 32:
=== Upphaf ===
Árið [[2000]] hóf Jóhanna vinnu að fyrstu plötunni sinni „''[[Jóhanna Guðrún 9]]''“. Á plötunni voru íslenskar útgáfur á erlendum smáskífum þar á meðal „''[[Genie in a Bottle]]''“ og „''[[Torn]]''“. Platan var gefin út á tíunda afmælisdegi Jóhönnu þann [[16. október]] [[2000]] og varð um leið mjög vinsæl og lögin hennar voru víða spiluð á útvarpsstöðum um allt land.
[[Mynd:Jóhanna áritar.jpg|right|Jóhanna Guðrún áritar eintök af annarri plötu sinni.]]
 
Lítill tími leið þangað til að Jóhanna snéri aftur í upptökuverin og fór að vinna að annarri plötunni sinni „''[[Ég Sjálf]]''“. Platan kom út árið [[2001]] og var ekki síður vinsæl heldur en sú fyrri. Jóhanna var á þeim tíma ein vinsælasta barnastjarna [[Ísland]]s og kom oft fram á skemmtunum. Jóhanna höndlaði alltaf athyglina vel enda fannst henni hún vera nokkuð eðlileg, „Ég þekkti lítið annað. Þetta var það sem ég vildi og stefndi að“. Jólin [[2002]] gaf hún svo út síðustu plötuna sína í sex ár, „''[[Jól með Jóhönnu]]''“. Á plötunni voru mörg fræg jólalög þar á meðal „''[[Heims um ból]]''“. Skólaganga hennar var að vísu ekki hefðbundin út af tónlistinni en það risu aldrei nein vandamál sem fylgdu fræðginni og Jóhanna var ekki nokkurn tíman lögð í einelti, „Auðvitað er alltaf einhver aukaleg athygli og einhver slæm athygli sem fylgir þessu en ég náði alveg að útiloka hana“.<ref>Ásgeir Jónsson (17. febrúar 2009), http://www.dv.is/brennidepill/2009/2/17/eg-er-ordin-fullordin/, DV</ref>