„Jörundur hundadagakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
MystBot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: fr:Jørgen Jørgensen
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Jørgen Jørgensen''' (fæddur [[1780]] í [[Kaupmannahöfn]] í [[Danmörk]]u – látinn [[20. janúar]] [[1841]] í [[Hobart]] í [[Tasmanía|Tasmaníu]]), sem í [[talmál|daglegu tali]] er kallaður '''Jörundur hundadagakonungur''', var danskur að uppruna og ólst upp í [[Danmörk]]u.
Hann var mikill ævintýramaður og ógæfumaður. Hann bjó í [[Bretland]]i framan af og dáðist að öllu, sem enskt var. Síðar þvældist hann inn í [[Ísland]]sævintýri sitt og varð þar [[konungur]] um nokkurra vikna skeið og er viðurnefni hans á Íslandi dregið af því að hann var konungur um [[hundadagar|hundadagana]]. Eftir að hann var fluttur aftur til Bretlands var hann meira og minna [[fangi]], vegna þess að hann var forfallinn [[spilafíkn|spilafíkill]] og greiddi sjaldan skuldir sínar. Að lokum var hann fluttur sem fangi til [[Ástralía|Ástralíu]]. Hann fékk frelsi nokkrum árum áður en hann dó.
 
Ýmsir telja að sjálfstæðisbrölt hans á Íslandi hafi haft áhrif á þá menn sem nokkrum áratugum síðar hófu [[Sjálfstæðisbarátta Íslendinga|sjálfstæðisbaráttuna]], sem að lokum leiddi til sjálfstæðis Íslands.
 
== Nám og störf ==