„Winterthur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: de:Winterthur
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 22:
|-----
|}
'''Winterthur''' er borg kantónunni [[Zürich (fylki)|Zürich]] í [[Sviss]]. Íbúar eru 100 þúsþúsund og er Winterthur þar með stærsta borg Sviss sem ekki er kantónuhöfuðborg.
 
== Lega og lýsing ==
Lína 33:
=== Upphaf ===
[[Mynd:Inschriftentafel Römerkastell Vitudurum.JPG|thumb|Gamall steinn með áletrunum frá tímum Rómverja]]
Það voru [[Rómaveldi|Rómverjar]] sem fyrstir manna reistu þorp eða bæ á staðnum og kölluðu hann Vitudurum. Hann varð víggirtur 294 e.Kr. vegna tíðra árása alemanna. Í upphafi 5. aldar yfirgáfu Rómverjar héraðið og lá þá bærinn í eyði. Á 6. eða 7. öld reistu alemannar bæinn á ný um 4 km fyrir vestan gamla rómverska bæinn. Bærinn mun hafa dafnað vel, enda lá hann við góðar samgönguæðar. Árið [[919]] kemur bærinn fyrst við skjöl og kallast þá Niederwinterthur. Nágrannabærinn hét Oberwinterthur. Á sama ári á sér stað orrustan við Winterthur, þar sem hertogadæmið Sváfaland sigrar heri frá Búrgúnd, en þeir síðarnefndu höfðu reynt að þenja yfirráðasvæði sitt út í austurátt. [[1180]] eignuðust greifarnir af Kyburg bæinn og héraðið. Skömmu síðar hefur heiti bæjarins breyst í Winterthur. Bærinn verður að aðalaðsetri Kyburg-ættarinnar. Ættin dó hins vegar út [[1264]] og erfðu þá Habsborgarar bæinn. Þeir veita Winterthur borgarréttindi strax á sama ári.
 
=== Svissneska sambandið ===
[[Mynd:Merian Winterthur 1642.jpg|thumb|Winterthur 1642. Mynd eftir Matthäus Merian.]]
Þó að Habsborgarar erfðu bæinn, ásældist Zürich bæinn einnig. Árið [[1292]] söfnuðu þeir liði og réðust á Winterthur, en Habsborgarar náðu að sigra þá í orrustu við borgardyrnar. Á þessum tíma var nýbúið að stofna svissneska sambandið og reyndist það mikill þyrnir í augum Habsborgara. Árið [[1351]] gekk Zürich í sambandið og lát Winterthur þá hernaðarlega séð á óheppilegum stað. Á [[15. öldin|15. öld]] var borgin umkring landi svissneska sambandsins og stóð þar eins og eyja. Árið [[1460]] sátu herir frá Zürich enn um borgina, en hún stóðst áhlaupið. Á þessum tíma sáu Habsborgarar að borgin yrði þeim ekki mikill happafengur lengur og seldu hana til Zürich [[1464]]. Þar með varð Winterthur orðin svissnesk. Þar bjuggu á þessum tíma ekki nema 2.200 manns. Sem hluti af svissneska sambandinu varð Winterthur að ljá sambandinu hernaðaraðstoð. Íbúarnir undu ekki að láta Zürich stjórna sér, enda gerði borgarráð Zürich ýmislegt til að hindra framþróun í Winterthur. Því reyndu íbúarnir fljótt að slíta sig lausa og mynda eigin kantónu. Þeir reyndu jafnvel að fá keisara [[Heilaga rómverska ríkið|þýska ríkisins]] í lið með sér, en Zürich braut allar slíkar tilraunir á bak aftur. Winterthur sætti sig ekki við yfirráð Zürich fyrr en með [[Siðaskiptin|siðaskiptunum]].
 
=== Frakkar og iðnbylting ===
Yfirráð Zürich endaði snögglega er [[Frakkland|Frakkar]] hertóku svissneska sambandið [[1798]]. [[5. maí]] þrömmuðu Frakkar inn í Winterthur og hertóku borgina. Margir fögnuðu þeim sem frelsurum. Frakkar notuðu Winterthur aðallega sem herstöð og kröfðust þess að borgarbúar sköffuðu sér 12 þúsþúsund pör af herskóm. En áður en langt um leið komu [[Austurríki]]smenn á vettvang. Í orrustunni um Winterthur [[27. maí]] [[1799]] sigruðu Austurríkismenn franska herinn, sem var undir stjórn Massénas. Í kjölfarið settust Austurríkismenn og [[Rússland|Rússar]] að í borginni. En seinna á árinu voru Frakkar komnir aftur og sigruðu í annarri orrustu. Við það flúðu Rússar og Austurríkismenn. Frakkar tóku borgina á nýjan leik. Þeir rifu borgarmúrana niður, bæði til að veikja varnir landsins og til að skapa byggingarpláss fyrir vaxandi borgina. Íbúatalan margfaldaðist. Meðan Frakkar voru enn í borginni var fyrsta spunavélin í Sviss sett upp í Winterthur. Þar með hófst [[iðnbyltingin]] í borginni. Eftir brotthvarf Frakka héldu iðnfyrirtæki áfram að setja upp verksmiðjur þar í borg. Árið [[1855]] fékk borgin svo [[járnbraut]]artengingu og enn reyndi borgin að losna undan áhrifum Zürich, en án árangurs. Áður en [[19. öldin|19. öldin]] var öll var Winterthur orðin að mikilli iðnaðarborg.
 
=== 20. öldin ===
Í upphafi [[20. öldin|20. aldar]] störfuðu 60% íbúanna við vélaiðnað. Árið [[1922]] sameinuðust 5fimm bæir Winterthur, sem við það stækkaði að mun. Íbúar urðu 50 þúsþúsund. [[Kreppan mikla]] á millistríðsárunum kom hart nirður í Winterthur. Þriðjungur borgarbúa missti vinnuna. Ástandið lagaðist ekki fyrr en með [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjöldinni síðari]], en þá snarhækkaði eftirspurnin eftir vélavörum. Á eftirstríðsárunum stækkaði borgin mjög hratt og upplifði mikið blómaskeið. Íbúar fóru upp í 100 þús,þúsund en Winterthur breyttist hægt í verslunar- og þjónustuborg. Árið [[1966]] var Sulzer-háhýsið reist þar í borg, en það var næstu 40 árin hæsta húsið í Sviss. Með Swisscom-turninum fékk Winterthur sitt annað háhýsi árið [[1999]].
 
== Viðburðir ==
[[Mynd:Musikfestwochen.jpg|thumb|Hljómsveitin Skin spilar á útitónleikum 2005]]
Albanifest er heiti á stærstu hátíð [[Evrópa|Evrópu]] sem haldin er gamalli miðborg (''Altstadt''). Hér er um frelsishátíð að ræða, en haldið er upp á að Winterthur hlaut borgarréttindi [[22. júní]] 1264, á degi heilags Albans. Því er hátíðin haldin síðustu helgina í [[júní]]. Árið [[1971]] var hátíðin sett á laggirnar og er hún sótt af um 100 þúsþúsund gestum. Í upphafi var brauð, ostur og vín gefið borgarbúum endurgjaldslaust, en í dag fer hátíðin fram með mörgum útitónleikum, skemmtiatriðum og ýmsu öðru. Öll miðborgin er undirlögð hátíðinni.
 
Í [[maí]]lok fer fram hátíð sem kallast Afro-Pfingsten (''Afró-hvítasunna''). Hér er um [[Afríka|Afríkutengda]] hátíð að ræða, sú stærsta sinnar tegundar í Sviss, og var sett á laggirnar [[1990]]. Á hátíðinni er boðið upp á afríska tónlist á götunum, afríska götubasari, dans, leiklist og ýmislegt annað sem tengist Afríku. Um 50 þúsþúsund manns sækja þessa hátíð árlega heim.
 
Winterthurer Musikfestwochen er heiti á árlegri útitónleikahátíð. Hún stendur yfir í tvær vikur sitthvoru megin við mánaðamótin [[ágúst]]/[[september]]. Tónleikarnir fara fram í miðborginni og leika þar ýmsar hljómsveitir. Venjulega kostar inná 2-3 tónleika, en restinn er ókeypis. Meðal hljómsveita sem troðið hafa upp má nefna [[The Prodigy]], [[Aerosmith]], [[Iron Maiden]], [[Muse]], og tugi annarra.
 
Alþjóðlegir stuttmyndadagar fara árlega fram í Winterthur. Þetta er mest sótta stuttmyndahátíðin í Sviss. Um 300 stuttmyndir eru sýndar. Þó eru aðeins 60 þeirra með í keppni um bestu myndina. Þar af mega aðeins fjórðungur vera frá Sviss, helmingur frá Evrópu, en afgangurinn er annars staðar frá.
 
== Frægustu börn borgarinnar ==
Lína 60:
== Byggingar og kennileiti ==
[[Mynd:Kyburg 2010-11-01 14-03-36.jpg|thumb|Kyburg-kastalinn var lengi vel aðsetur Kyburg-ættarinnar]]
* '''Kyburg''' er kastali og aðsetur gömlu Kyburg-ættarinnar sem ríkti yfir borginni til 1264. Hann kom fyrst við skjöl [[1027]] og var kastalinn aðalaðsetur greifanna af Kyburg. Ættin dó út 1264 og eignaðist þá Habsborg kastalann. En á [[15. öldin|15. öld]] eignaðist borgin Zürich kastalann og stjórnuðu þaðan borginni Winterthur. Árið [[1831]] var kantónan endurskipulögð og var kastalinn þá ekki lengur stjórnarsetur. Þá var gert málverkasafn úr því, en [[1917]] keypti kantónan kastalann. Hann er enn safn í dag.
 
== Heimildir ==