„Sumarólympíuleikarnir 1948“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
m r2.5.1) (robot Bæti við: oc:Jòcs Olimpics d'estiu de 1948
Ekkert breytingarágrip
Lína 37:
* [[Image:Sailing pictogram.svg|20px]] [[Siglingar]] 5)
{{col-end}}
 
== Einstakir afreksmenn ==
 
[[Bandaríkin]] unnu til flestra gullverðlauna. Næstir komu [[Svíþjóð|Svíar]] og þá [[Frakkland|Frakkar]].
 
[[Mynd: Fanny_Blankers-Koen.png|thumb|left|Fanny Blankers-Koen var kjörin frjálsíþróttakona 20. aldar af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu árið 1999.]] [[Holland|Hollenska]] [[hlaup|hlaupakonan]] Fanny Blankers-Koen varð hetja frjálsíþróttakeppninnar. Hún vann fern gullverðlaun í hlaupagreinum, þrátt fyrir að vera þrítug og tveggja barna móðir (og ófrísk af því þriðja eins og síðar kom í ljós). Fram að þeim tíma hættu íþróttakonur undantekningarlítið keppni þegar þær hófu hjúskap.
 
Micheline Ostermeyer frá [[Frakkland]]i vann til gullverðlauna í [[kúluvarp]]i og [[kringlukast]]i, auk bronsverðlauna í [[hástökk]]i. Auk frjálsíþróttanna var Ostermeyer einhver kunnasti [[píanóleikari]] sinnar tíðar í Frakklandi.
 
[[Finnland|Finninn]] Tapio Rautavaara sigraði í keppni í [[spjótkast]]i. Auk þess að vera um þær mundir einn helsti íþróttagarpur Finnlands, var hann einn vinsælasti dægurlagasöngvarinn í heimalandinu auk þess að leika í fjölda kvikmynda.
 
[[Mynd: William_Grut_and_Sune_Wehlin_1948.jpg|thumb|right|Svíin William Grut sigraði í nútímafimmtarþraut.]] Bandaríkjamaðurinn Bob Mathias sigraði í [[tugþraut]]. Hann var einungis sautján ára að aldri og yngstur allra til að hljóta gull í frjálsum íþróttum. Gantaðist hann sjálfur með að rétt væri að fagna titlinum með því að byrja að raka sig! Síðar átti Mathias sæti í [[Fulltrúadeild Bandaríkjaþings]] fyrir [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikanaflokkinn]].
 
[[Ungverjaland|Ungverjinn]] Károly Takács sigraði í [[skammbyssa|skammbyssuskotkeppninni]] af 25 metra færi. Afrek hans vakti mikla athygli, þar sem hann missti hægri höndina í [[Síðari heimsstyrjöldin|stríðinu]] og þurfti því að æfa sig frá grunni í að skjóta með vinstri. Edwin Vásquez frá [[Perú]] vann gullverðlaunin í 50 metra skammbyssuskotfimi. Er hann eini gullverðlaunahafinn í Ólympíusögu landsins.
 
[[Tyrkland|Tyrkneskir]] glímukappar hlutu sex af sextán gullverðlaunum í [[fangbrögð|fjölbragðaglímukeppninni]] og [[Svíþjóð|Svíar]] fimm.
 
Finninn Veikko Huhtanen var sigursælastur [[fimleikar|fimleikamanna]] með fimm verðlaun, þar af þrenn gullverðlaun. Voru það flest verðlaun einstaks keppanda á leikunum. Á [[bogahestur|bogahesti]] urðu þrír Finnar efstir og jafnir að stigum og deildu því með sér gullverðlaunum.
 
Svíar urðu Ólympíumeistarar í [[knattspyrna|knattspyrnu]]. Í liði þeirra voru félagarnir Gunnar Nordahl, Gunnar Gren og Nils Liedholm. Þeir gengu skömmu síðar til liðs við [[Ítalía|ítalska]] stórliðið [[A.C. Milan]].
 
== Þátttaka Íslendinga á leikunum ==