„Hjallakirkja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Krikjoh (spjall | framlög)
Ný síða: '''Hjallakirkja''' er ein af fjórum kirkjum Kópavogs. Hún er staðsett að Álfaheiði 17. Hjallasókn var stofnuð 25.maí árið 1987. Í ársbyrjun 1988 ski...
 
Krikjoh (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hjallakirkja''' er ein af fjórum [[Kirkja|kirkjum]] [[Kópavogur|Kópavogs]]. Hún er staðsett að Álfaheiði 17. Hjallasókn var stofnuð 25.maí árið [[1987]].
 
Í ársbyrjun [[1988]] skipaði sóknarnefnd Hjallasóknar fimm manna byggingarnefnd sem annaðist undirbúning og umsjón framkvæmda við Hjallakirkju. Hróbjartur Hróbjartson arkitekt var ráðinn til að teikna kirkjuna og ýmsir aðrir komu að hönnun hennar. Í maí [[1991]] var samþykkt að hefja byggingu kirkjunnar og á [[hvítasunnudagur|hvítasunnudag]], þann 19maí19.maí [[1991]] helgaði herra Ólafur Skúlason, þáverandi biskup Íslands lóðina og dr. Theol. Sigurbjörn Einarsson, biskup, tók fyrstu skóflustunguna. Kirkjan var vígð á [[Páskar|Páskadag]], 11.apríl [[1993]]. Biskup Íslands [[Biskup Íslands]], herra Ólafur Skúlason vígði hana og sóknarprestur, sr. Kristján Einar Þorvarðarson þjónaði fyrir altari.
 
Í ársbyrjun [[1998]] var tekin ákvörðun um að fá orgel í kirkjuna og fljótlega eftir það var ákveðið að reyna að fá Björgvin Tómasson, orgelsmið, til að smíða orgelið. Í mars [[2000]] var undirritaður samningur um smíði orgelsins og hófst hún af fullum krafti. Orgelið var síðan vígt 25.febrúar [[2001]] og var það dr. Sigurbjörn Einarsson biskup, sem vígði orgelið og prédikaði við vígsluguðþjónustuna. Einróma álit er um það að smíðin hafi tekist einstaklega vel og hefur það verið notað mjög mikið við bæði guðsþjónustur og á tónleikum.