„Gossip Girl (sjónvarpsþáttur)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Selmam93 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Selmam93 (spjall | framlög)
Lína 88:
=== Önnur þáttaröð 2008-09 ===
{{Aðalgrein|Gossip Girl (2. þáttaröð)}}
Önnur þáttaröðin fylgist aðallega með síðasta ári flestra persónanna í menntaskóla og hefst hún í Hampton hverfinu og fylgist aðallega með sambandi Blair og Chuck, sem hafa verið merkt "hjarta þáttanna" af lesendum tímaritsins People.
Önnur þáttaröðin fylgist aðallega með síðasta ári flestra persónanna í menntaskóla, samböndum þeirra, og lokasamskiptum þeirra við Blaðurskjóðuna og raunum þeirra við að reyna að komast inn í háskóla. Fyrstu þættirnir gerast í sumarfríinu, þ.e.a.s. viku fyrir skólabyrjun. Hlutverk Blaðurskjóðunnar minnar nokkuð. Hún heldur áfram með bloggsíðuna en hún heldur áhrifamiklum upplýsingum fyrir sig og sendir þær út í síðasta þættinum, þegar Serena reynir að komast að því hver Blaðurskjóðan er í rauninni, en tekst það ekki. Aðalsöguþráður þáttaraðarinnar eru samskipti Serenu við Poppy Lifton, leyndardómsfulla stelpu sem reynir að stela peningum frá Serenu og vinum hennar sem á endanum leiðir til endurkomu Georginu Sparks sem segist vera breytt en ákveður síðan að hefna sín á Blair. Þáttaröðin fylgist líka nokkuð með Blair og Chuck sem voru merkt „hjarta Blaðurskjóðunnar“ af tímaritinu People. Í fyrstu bera báðar persónurnar neikvæðar tilfinningar til hvors annars, og ganga þau í gegnum margt. Eftir að þau hafa hætt öllum leikjum segja þau að lokum „Ég elska þig“ hvort við annað. Aðrir söguþræðir eru m.a. tilraun Blair til að komast inn í Yale háskólann; dauði Barts Bass sem hefur mjög slæm áhrif á Chuck; breyting Dans úr útherja í innherja og samband hans við kennara Serenu, Rachel Carr; sambönd Serenu eftir sambandsslitin við Dan; ferill Jenny sem tískuhönnuður og uppreisnir hennar sem að lokum leiða til þess að hún verður næsta drottning skólans; lok vinskaps Nates og Chucks og vinskapur Dans og Nates; fjölskylduvandamál Nates sem vaxa stöðugt og ástarsamband hans við Vanessu; samband Rufusar og Lilyar eftir dauða Barts, trúlofun þeirra og opinberun þess að þau eigi son.
 
Fyrri hluti þáttaraðarinnar fylgist með því hvað Serena er áberandi í félagslífinu sem dregur að sér athygli Blair og reynir mikið á vináttu þeirra þegar persónan Poppy Lifton ([[Tamara Feldman]]) kemur, yfirstéttarstúlka sem kemur upp á milli Blair og Serenu eftir að hún hvetur Serenu til að taka við hennar stað í sviðsljósinu. Nate horfist í augu við eftirleik glæpasamrar fortíðar föður síns og byrjar ástarsamband með Vanessu, sem dregst enn meira inn í heim fína hverfisins. Jenny heldur áfram að vera uppreisnargjörn og reynir að koma sér áfram sem fatahönnuður, og reynir þar með á uppeldishæfileika Rufusar á meðan vinskapur Dans og Nates og samband Dans við Serenu breyta honum í innanbúðarmann. Fyrri helmingur þáttaraðarinnar kláraðist fyrstu vikuna í desember með dauða Barts Bass.
 
Seinni helmingur þáttaraðarinnar skýrir ástæður dauðfalls Barts, sem veldur því að persónuleiki Chucks breytist sem síðan leiðir til þess að samband Rufusar og Lilyar vex með opinberun þess að þau eigi son, sem veldur því að Dan og Serena slíta sambandi sínu. [[John Shea]] endurtók hlutverk sitt sem Harold Waldorf í þakkargjörðarþættinum og festist í umsóknarferli Blair inn í Yale. [[Desmond Harris]] kom inn í þættina sem stjórnsamur frændi Chucks, Jack Bass. Feldman sneri aftur í þættina með [[Armie Hammer]] nýju ást Serenu, Gabriel Edwards. [[Michelle Trachtenbarg]] sneri aftur sem Georgina Sparks og tók upp atriðin sín í febrúar og kom persónan hennar að ráðgátu þáttaraðarinnar.
 
Þegar líður á þáttaröðina minnkar hlutverk Blaðurskjóðunnar örlítið. Hún heldur áfram að halda uppi bloggsíðu sinni en heldur mikilvægustu upplýsingunum fyrir sig og gefur þær ekki frá sér fyrr en í lokaþættinum þegar Serena ákveður að komast að því hver Blaðurskjóðan virkilega er, en tekst það þó ekki. Þáttaröðin endaði á kossi milli Blair og Chuck.
 
=== Þriðja þáttaröð 2009-10 ===