„Ari fróði Þorgilsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: uk:Арі Торґілссон Fjarlægi: hu:Ari Thorgilsson
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ari fróði Þorgilsson''' (f. [[1067]] - d. [[9. nóvember]] [[1148]]) var [[Ísland|íslenskur]] rithöfundur og fræðimaður. Hann er talinn aðalhöfundur [[Íslendingabók Ara fróða|Íslendingabókar]] og [[Landnáma|Landnámu]], tveggja helstu heimildanna um landnám og byggð Íslands.
 
Ari á var sonur Þorgils Gellissonar á [[Helgafell]]i en afi hans var Gellir Þorkelsson [[goðorðsmaður]] á sama stað og voru þeir komnir í beinan karllegg frá Þorsteini rauð, syni [[Auður djúpúðga Ketilsdóttir|Auðar djúpúðgu]]. Þorgils drukknaði í [[Breiðafjörður|Breiðafirði]] þegar Ari var barn en Gellir dó í [[Hróarskelda|Hróarskeldu]] á heimleið úr [[suðurganga|Rómarferð]] 1073. Þegar Ari var sjö ára var honum því komið í fóstur hjá Halli Þórarinssyni hinum milda (eða spaka) í [[Haukadalur|Haukadal]] og var hjá honum næstu 14 árin. Ari kallar Hall ágætastan ólærðra manna og segir að hann hafi verið bæði minnugur og ólyginn. Hallur var svo gamall að hann mundi til þess að hafa verið skírður af [[Þangbrandur|Þangbrandi]] þriggja ára gamall, og var það vetri fyrir kristnitöku.
 
[[Teitur Ísleifsson]], sonur [[Ísleifur Gissurarson|Ísleifs Gissurarsonar]] biskups, var einnig fóstraður í Haukadal. Hann var mun eldri en Ari, sennilega orðinn harðfullorðinn þegar Ari kom í Haukadal og hafði tekið prestvígslu, og kallar Ari hann fóstra sinn. Hann kom á fót skóla í Haukadal og kenndi sveinum þar til prests. Ari var nemandi hans, hlaut ''klassíska menntun'' og lærði [[latína|latínu]] en nam einnig ýmsan annan fróðleik.