„Jón Þorláksson á Bægisá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Jón Þorláksson á Bægisá''' [[(1744-1819)]] var fæddur í Selárdal í Arnarfirði en alinn upp að nokkru í Fljótshlíðinni. Jón var settur í Skálholtsskóla og útskrifaðist þaðan 1763 með góðum vitnisburði. Næstu ár var hann í þjónustu Magnúsar Gíslasonar amtmanns og síðan Ólafs Stephensens amtmanns, tengdasonar Magnúsar. – Árið 1768 vígðist Jón til Saurbæjarþinga í Dalasýslu en varð að láta af prestskap vegna barneignar með Jórunni Brynjólfsdóttur í Fagradal og fór allt á sömu leið er hann fékk aftur prestsembætti. – Þessu næst fór Jón að vinna hjá Hrappseyjarprentsmiðju sem stofnuð var 1773. Þýddi hann þá kvæði eftir norska skáldið [[Kristian Tullin]] og voru þau gefin út, ásamt nokkrum frumortum kvæðum hans, í Hrappsey 1774. Sama ár kvæntist Jón Margréti, dóttur Boga Benediktssonar í Hrappsey og hófu þau búskap í Galtardal. – Árið 1788 fékk Jón að vígjast til Bægisár í Öxnadal í Hólabiskupsdæmi. Margrét, kona Jóns, og Guðrún, dóttir hans, urðu eftir í Galtardal og bjó Margrét þar til dauðadags 1808. – Jón bjó á Bægisá til æviloka 1819 og þar vann hann sín merkustu bókmenntastörf. Þar þýddi hann [[Tilraun um manninn]] eftir enska skáldið [[Alexander Pope]] og Paradísarmissi eftir enska skáldið John Milton. Þá þýddi hann einnig Messíasardrápu eftir þýska skáldið Klopstock. – Jón orti og mikið sjálfur og var margt af því í léttum dúr.
 
==Heimildir==