„Lífdísill“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Joihermundar (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Joihermundar (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
 
== Framleiðsla ==
Lífdísill ([[Biodiesel]]) er framleiddur ([[Biodiesel production]]) með aðferð sem kallast estrun ([[Transesterification]]). Estrun er hvatað efnahvarf alkóhóls, oftast metanóls eða etanóls, og lífmassans sem á að framleiða dísilinn úr.
 
Hráefnið sem notað er til framleiðslu lífdísils getur verið margs konar. Nota má margar gerðir af [[jurtaolía|jurtaolíum]], hvort sem þær eru nýjar eða notaðar, til dæmis [[repjuolía]], [[sojabaunaolía]], [[sólblómaolía]], [[pálmaolía]] eða [[steikingarolía]]. Þá má nota [[Fita|fitu]] af [[dýr]]um eða [[tólg]], og margs konar olíur úr [[fiskur|fiskum]], svo sem [[lýsi]]. Það er þó þannig að miklu meira er um að lífdísill er gerður úr jurtaolíu heldur en dýrafitu. Í Evrópu er mest um að repjuolía sé notuð en sojabaunaolía í Bandaríkjunum og eru þetta algengustu jurtaolíurnar notaðar til lífdísilframleiðslu. Annað algengasta hráefnið sem þarf til framleiðslunnar er [[alkóhól]]. Algengast af þeim er [[metanól]] en eins er hægt að nota [[etanól]], [[ísóprópanól]] og [[bútýl]].