„Konunglegu fjöldamorðin í Nepal“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
m [r2.5.1] robot Bæti við: ko:네팔 왕실 대학살
Xqbot (spjall | framlög)
Lína 2:
'''Konunglegu fjöldamorðin í Nepal''' voru [[fjöldamorð]] á [[konungsfjölskylda Nepals|konungsfjölskyldu Nepals]] sem áttu sér stað laugardaginn [[11. júní]] [[2001]] í konungshöllinni [[Narayanhity]], sem var opinber bústaður nepölsku konungsstjórnarinnar þar til konungdæmið var afnumið árið [[2008]].
 
== Atburðarás ==
Samkvæmt hinni opinberu útgáfu hafði Dipendra krónprins af [[Nepal]] drukkið ótæpilega mikið áfengi og hegðað sér ósæmilega í viðurvist gesta sem varð til þess að faðir hans, konungurinn [[Birendra]], skipaði honum að yfirgefa veisluna. Dipendra var fylgt í herbergi sitt af bróður sínum [[Nirajan]] prins og frænda sínum, Paras prins.
 
Lína 9:
Á meðan á fjöldamorðunum stóð hljóp Dipendra inn og út úr herberginu og skaut skotum í hvert sinn. Móðir hans, Aiswarya drottning, sem kom inn í herbergið þegar fyrstu skotin fóru að heyrast, sneri snögglega aftur út í leit að hjálp. Hún og bróðir, Nirajan, mættu honum í garði hallarinnar og voru bæði skotin til bana. Eftir þetta hélt Dipendra áleiðis að lítilli brú sem náði yfir læk sem rann í gegnum konungshöllina og skaut sjálfan sig.
 
== Eftirmál ==
Dipendra, sem þá var í dái, var lýstur konungur, en hann lést síðan [[4. júní]] [[2001]]. Gyanendra af Nepal var lýstur ríkisstjóri á meðan Dipendra var í dái en hann tók síðan við krúnunni eftir dauða hans. Meðan Dipendra var enn á lífi hélt Gyanendra því fram að dauði fólksins hefði verið „slys“, en seinna sagði hann að þetta hafi verið vegna „lagalegra og þingbundinna hindrana“. Vegna þess að samkvæmt stjórnarskránni og hefð var ekki hægt að ásaka Dipendra um fjöldamorð meðan hann var á lífi.
 
Tveggja manna nefnd sem yfirheyrði meira en hundrað manns, meðal annars sjónarvotta, verði og starfsfólk, leiddi í ljós að Dipendra framdi morðin. Samt sem áður hefur fjöldi samsæriskenninga komið fram sem segja annað, en án nokkurra sannana.
 
== Fórnarlömb fjöldamorðsins ==
=== Létust ===
* Birendra konungur, faðir
* Aiswarya drottning, móðir
* Dipendra krónprins, sjálfur
* Nirajan prins, bróðir
* Shruti prinsessa, systir
* Dhirendra prins, bróðir Birendra konungs sem hafði afsalað sér titlinum
* Jayanti prinsessa, frænka Birendra konungs
* Shanti prinsessa, systir Birendra konungs
* Sharada prinsessa, systir Birendra konungs
* Kumar Khadga, eiginmaður Sharada prinsessu
* Trilochan Acharya, starfsmaður konungshallarinnar
 
=== Særðust ===
* Shova prinsessa, systir Birendra konungs
* Kumar Gorakh, eiginmaður Shruti prinsessu
* Komal prinsessa, eiginkona Gyanendra prins (núverandi konungur) og núverandi drottning
* Ketaki Chester, frændi Birendra konungs
* Paras prins, núverandi krónprins Nepals, sonur Gyanendra
 
== Heimild ==
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = Nepalese royal massacre | mánuðurskoðað = 29. nóvember | árskoðað = 2007}}
 
Lína 47:
[[pl:Masakra rodziny królewskiej w Nepalu]]
[[ta:நேபாள அரசுப் படுகொலைகள்]]
[[th:เหตุการณ์สังหารหมู่พระราชวงศ์เนปาล พ.ศ. 2544]]