„Stóra-Dímun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ptbotgourou (spjall | framlög)
m r2.6.5) (robot Bæti við: be-x-old:Стоўра-Дуймун
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Stora Dimun map.jpg|thumb|200px|Kort af Stóra Dímun]]
[[Mynd:Faroe stamp 475 stora dimun.jpg|thumb|right|Stóra Dímun á frímerki.]]
'''Stóra Dímun''' er eyja í [[Færeyjar|Færeyjum]]. Eyjan er 2.5 km² að stærð og umgirt bröttum hömrum á alla vegu. Hún er talin einna minnst aðgengileg allra byggðra eyja í Evrópu. Aðeins er unnt að lenda við hana í kyrru veðri. Uppganga er aðeins möguleg á einum stað og er alls ekki hættulaus. En frá 1985 hefur flugfélagið [[Atlantic Airways]] flogið [[þyrla|þyrlu]] til eyjarinnar þrisvar í viku með vörur og farþega.
 
Íbúarnir voru átta 1. janúar 2010 og bjuggu allir á eina bóndabænum á eynni, Dímun. Núverandi bóndi er sjöundi ættliður sömu fjölskyldu sem þar býr. Stóra-Dímun tilheyrir nú sveitarfélaginu [[Skúvoy]] og hefur aldrei verið sjálfstætt sveitarfélag vegna fámennis. Dímun hefur þó alltaf verið álitið gott býli, bæði til [[Sauðfjárbúskapur|sauðfjárbúskapar]] og ekki síður vegna mikillar [[fuglatekja|fuglatekju]] en árlega verpa um 130.000 [[sjófugl]]apör á eynni. Síðasti [[geirfugl]]inn í Færeyjum sást í eynni [[1808]].
'''Stóra Dímun''' er eyja í [[Færeyjar|Færeyjum]]. Eyjan er 2.5 km² að stærð og íbúarnir 4.
 
Byggð hefur verið á Stóra Dímun síðan á landnámsöld og í [[Færeyinga saga|Færeyinga sögu]] segir frá því að bræðurnir Brestir og Beinir Sigmundssynir, sem bjuggu á [[Skúvoy]], áttu annað bú á Stóra Dímun og voru drepnir þar. [[Sigmundur Brestisson]] hefndi þeirra síðar. Eyjan var háskalegur bústaður og menn hröpuðu oft í björgunum, ýmist við fæðuöflun eða í uppgöngunni, og frá því í byrjun 19. aldar þar til snemma á 20. öld er vitað um 17 menn sem létu þannig lífið. Einn þeirra var sóknarpresturinn, sem hrapaði til bana þegar hann var að fara niður í bát sinn eftir messu í eynni 1874. [[Kirkja]] var í eynni fram til 1922 en var þá lögð af og er nú rústir einar.
 
{{Eyjar í Færeyjum}}