„Hitaveita“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Krisjons (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Krisjons (spjall | framlög)
Lína 18:
==Útbeiðsla==
===Útbreiðsla á Íslandi===
[[Jarðhitasvæði]] hita um 89% af húsum á [[Ísland|Íslandi]] . Stór hluti af hitaveitukerfi Íslands er frá [[lághitasvæði|lághitasvæðum]], sem eru utan virka eldfjalla svæðisins, mörg þessara hitaveitukerfa hafa starfað í marga [[Áratugur|áratugi]], í flestum tilfellum eru þetta vatn frá borholum en dæmi eru um sjálfrennandi uppsprettur sem enn eru notaðar. Hitaveitukerfi [[Reykjavík|Reykjavíkur]] er stærsta hitaveitu dreifikerfi sinnar tegundar í heiminum, það byrjaði smátt um 1930, en í dag þjónar það Reykvíkingum og nágrannabyggðum, alls um 58% af íbúum Íslands. [[Orkuveita Reykjavíkur]] nýtir 3 lághitasvæði, nokkur vandamál hafa komið upp við virkjun þessara svæða eins og þrýstingsfall vegna ofnýtingar, kaldavatnsinnflæði, og sjóinnflæði. Ekkert hitaveitukerfanna hefur hætt vinnslu, og lausnir hafa fundist á þessum vandamálum. Meðal lausna er bæting á nýtingu hitakerfanna, dýpri og nákvæmari borun, ný borunarmarkmið og ný svæði, og niðurdæling, ásamt tæknilegum lausnum á yfirborði. Þessi langa reynsla gefur mikilvæga þekkingu á sjálfbærri hitaveitu.22 hitaveitur eru í almennings eða í einkaeign, sem starfa í 62 aðskildum hitaveitukerfum eða veitum. Stærsta hitaveitan er í Reykjavík og þjónar 180.000 íbúum. Heildar orkunotkun árið 2009 er 12 PJ/ á ári. Tvær aðrar hitaveitur þjóna 18.000 – 20.000 íbúum, meðan hinar 59 eru tiltölulega smáar, og veita hita til íbúa nokkur þúsund manna byggða niður í fámenn sveitafélög. Þeirra orkunotkun á ári er frá 5- 500 TJ/á ári (1 TJ = 1012 J). Til viðbótar koma svo einkareknu hitaveiturnar sem eru í strábýli og þjóna oft 10 eða 20 sveitabæjum, þessar einkareknu hitaveitur þjóna um það bil 4000 íbúum. <ref>Guðnibr Axelsson, Einar Gunnlaugsson, Þorgils Jónasson, & Magnús Ólafsson, 2010</ref>
[[Reykjavík]] óx á stríðsárunum, og kallaði það á betri nýtingu [[Laugar|lauga]] innan bæjarlandsins. Ofan á það kom svo eldsneytisskortur á styrjaldarárunum frá 1914 – 18. Rafmagnsveita Reykjavíkur hóf borandir við [[Þvottalaugarnar]] í júní 1928. Boranir sýndu að ekki var hægt að framleiða rafmagn vegna of lágs hitastigs, en vatnið hentaði þó vel til húshitunar. Fljótlega varð ljóst að Laugaveitan myndi aðeins nægja til að hita upp hluta [[Reykjavík|Reykjavíkur]] og því var farið að athuga víðar. Í [[Mosfellssveit]] var borað árið 1933 og í ljós komu miklir virkjana möguleikar, en töfðust framkvæmdir vegna þess að [[heimstyrjöldin síðari]] braust út. Það var svo árið 1940 voru 2.700 hús tengd við hitaveitu frá Suður-Reykjum í [[Mosfellssveit]].
Utan [[Reykjavík|Reykjavíkur]] fylgdust sveitafélög grannt með framvindu í hitaveitumálum, á [[Akureyri]] fóru fram fyrstu boranir árið 1930, árangur varð þó enginn. Á [[Ólafsfjörður|Ólafsfirði]] var fyrstu hitaveitu komið á laggirnar árið 1944, vatnið kom úr Skeggjabrekkudal og Ósbrekku. Á [[Selfoss|Selfossi]] tók til starfa hitaveita Kaupfélags Árnesinga 1948, vatnið kom frá Laugardælum og síðar frá Þorleifskoti. [[Hveragerði]] fékk hitaveitu árið 1952, en þar höfðu áður verið margar einkaveitur. Hitaveita [[Sauðárkrókur|Sauðárkróks]] tók til starfa 1953, nokkrar litlar hitaveitur bættust við næsta áratug, en fjölgaði mest kringum 1973 og eftir það þegar olíukreppan dundi yfir.
<ref>Guðni Axelsson, Einar Gunnlaugsson, Þorgils Jónasson, & Magnús Ólafsson, 2010</ref>
 
[[File:Tafla 1.jpg|right|link=http://www.elsevier.com/wps/find/journaldescription.cws_home/389/description#description]]<br />
 
 
 
 
 
 
== Tilvísanir ==