„Vestmannaeyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 174:
Farþegaskipið Herjólfur siglir oftast tvær ferðir á dag, og tekur skipið 500 farþega og um 40 fólksbíla. Ennfremur eru tvö flugfélög sem stunda ferðir til og frá til Vestmannaeyjum; [[Flugfélag Vestmannaeyja]] sem flýgur á [[Bakki|Bakka]], [[Selfoss]], [[Hella|Hellu]], og víðar eftir samkomulagi; og Flugfélagið [[Landsflug]], sem heldur uppi daglegu áætlunarflugi milli [[Reykjavík]]ur og Vestmannaeyja.
 
Á Heimaey eru 66 götur innan bæjarmarkanna, og nokkrar utan þeirra. Lengsta gatan heitir Vestmannabraut, en hét áður Breiðholtsvegur. Flestir íbúar búa við Áshamar en fæstir við Austurgerði, Njarðarstíg og Ofanleitisveg. Í götuheitum í Vestmannaeyjum er að finna öll íslensk heiti yfir götu eða veg. Orðin eru eru ''vegur'', ''stígur'', ''slóð'', ''gata'', ''braut'', ''stræti'', ''sund'' og ''traðir''.
 
Í eldgosinu [[1973]] fóru 11 götur innanbæjar ýmist að öllu eða einhverju leyti undir hraun: Austurvegur, Bakkastígur, Formannabraut, Heimagata, Kirkjuvegur, Landagata, Njarðarstígur, Sjómannasund, Strandvegur, Urðarvegur og Víðisvegur.