„Orrustan við Maraþon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Movses-bot (spjall | framlög)
m r2.6.2) (robot Breyti: af:Veldslag van Marathon
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Orrustan við Maraþon''' átti sér stað í [[september]] árið [[490 f.Kr.]] og var háð milli [[Grikkland hið forna|Forn-Grikkja]] og [[Persaveldi|Persa]]. [[Dareios I Persakóngur]] gerði innrás á meginland Grikklands og reyndi að leggja það undir Persaveldi. Meginheimildin fyrir orrustunni er gríski sagnaritarinn [[Heródótos]].
 
Dareios sendi fyrst [[Mardoníos]] árið [[492 f.Kr.]] landleiðina til Evrópou til að treysta völd Persa í [[Þrakía|Þrakíu]] og [[Makedónía|Makedóníu]]. Leiðangurinn bar að einhverju marki árangur en nær allur herinn fórst í stormi er hann sigldi um Athosskagann og þeir sem lifðu af neyddust til að halda aftur til [[Litla Asía|Litlu Asíu]]. Árið [[490 f.Kr.]] voru [[Datis]] og [[Artafernes]] sendir sjóleiðina til þess að ná yfirráðum yfir eyjunum á [[Eyjahaf]]i og refsa [[Eretría|Eretríu]] og [[Aþena|Aþenu]] fyrir stuðning sinn við jónísku borgirnar í jónísku uppreisninni. Setið var um Eretríu og borgin féll. Þá hélt flotinn að Maraþonflóa. Þar beið hann ósigur gegn mun fámennara liði [[Hoplíti|hoplíta]] frá Aþenu og Plataju, undir stjórn [[Míltíades]]ar, [[Kallímakkos (aþenskur stjórnmálamaður)|Kallímakkosar]] og [[Arimnestos]]ar.
 
Talið er að í liði Persa hafi verið 20-60 þúsund hermenn en fornar heimildir herma að þeir hafi verið 200-600 þúsund. Í liði Grikkja voru 10 þúsund Aþeningar og 1000 Platajumenn. Samkvæmt Heródótosi létust 6400 Persar auk þess sem Grikkir náðu 11 af herskipum þeirra. Í liði Grikkja féllu 192 Aþeningar og 11 Platajumenn.