Munur á milli breytinga „Ísleifur Gissurarson“

m
Lagaði tengil.
m (Lagaði tengil.)
'''Ísleifur Gizurarson''' (fæddur [[1006]] - dáinn [[5. júlí]] [[1080]]) var fyrsti Skálholtsbiskup á Íslandi í kjölfar [[kristnitakan|kristnitökunnar]].
 
Foreldrar hans voru [[GizurGissur hvíti Teitsson]] af ætt [[Mosfellingar|Mosfellinga]] og einn helsti leiðtogi kristinna manna við kristnitökuna, og þriðja kona hans, Þórdís Þóroddsdóttir. Faðir hans setti son sinn til mennta, fylgdi honum út þegar hann fór til náms í [[Saxland]]i „ok seldi hann til læringar abbadísi einni í borg þeiri er [[Herfurða]] ([[Herford]]) heitir. Ísleifr kom svá til Íslands at hann var prestr ok vel lærðr," segir í [[Hungurvaka|Hungurvöku]]. Ísleifur tók svo við goðorði föður síns og bjó í [[Skálholt]]i.
 
Árið [[1056]], þegar hann var fimmtugur, var hann vígður biskup af [[Aðalbjartur erkibiskup|Aðalbjarti]] erkibiskupi í [[Bremen|Brimum]], raunar bæði yfir Íslandi og [[Grænland]]i, en ekki er vitað til þess að hann hafi nokkurntíman sinnt því síðarnefnda. Hann kom heim ári síðar og bjó áfram í Skálholti, sem var eign hans en ekki eiginlegur biskupsstóll. Þar stofnaði hann skóla. „En er það sáu höfðingjar og góðir menn að Ísleifur var miklu nýtri en aðrir kennimenn, þeir er á þvísa landi næði, þá seldi hann mörgum sonu sína til læringar og létu vígja til presta,“ segir [[Ari Þorgilsson fróði|Ari fróði]] í [[Íslendingabók]]. Á meðal nemenda hans var [[Jón Ögmundsson|Jón Ögmundarson]], sem síðar varð fyrstur biskup á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]].
7.517

breytingar