„Kastali“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
</onlyinclude>
=== Saga ===
[[Róm|Rómverskir]] hermenn bjuggu í [[virki|virkjum]] sem voru kölluð „castra“ á latínu og þaðan er orðið kastali komið. Eftir hrun [[Rómaveldi|Rómaveldisins]] jukust vandamál vegna [[Sjóræningi|sjóræningja]] og annarra ræningja þannig að aðalsfólkið fór að byggja húsin sín líkari virkjum í [[Öryggi|öryggisskyni]] og sumir fluttu jafnvel í gömul Rómverskrómversk virki. Þetta húsnæði var þá kallað kastalar.
Í fyrstu höfðu flestir kastalar aðeins einn [[Turn|turn]] eða turnkastala. Í honum voru yfirleitt 2-3 hæðir með einu stóru [[herbergi]] á hverri hæð. Í miðjum turninum var stór [[strompur]] þannig að á hverri hæð var stór [[arinn]] til að hita herbergið upp. Í öryggisskyni voru í stað [[Gluggi|glugga]] eingöngu mjóar [[Rauf|raufar]] og allir [[Veggur|veggir]] voru mjög þykkir. Umhverfis kastalann voru kastalasýki full af [[vatn|vatni]] og eingöngu var hægt að komast yfir sýkið og inn í kastalann yfir [[vindubrú]] sem hægt var að draga upp og niður.