„Dmítríj Medvedev“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bætt við upplýsingum
Dagvidur (spjall | framlög)
Setti inn heimildir
Lína 1:
[[Mynd: Dmitry Medvedev official large photo -1.jpg|thumb|right|250px| Dímítrí Medvedev forseti Rússneska sambandsríkisins.]]
 
'''Dímítrí Anatolyevich Medvedev''' (á [[Rússneska|rússnesku]]: Дмитрий Анатольевич Медведев), fæddur [[14. september]] [[1965]]) er rússneskur stjórnmálamaður og forseti [[Rússland|Rússneska sambandsríkisins]]. Hann fæddist í [[Sankti Pétursborg]], þá nefnd Leningrad í fyrrum [[Ráðstjórnarríkin|Sovétríkjunum]].
 
Medvedev var sem óháður frambjóðandi (en þó studdur af Sameinaðu Rússlandi, stærsta stjórnmálaflokks landsins), kjörinn þriðji forseti Rússlands þann 2. mars 2008 með 71,25% atkvæða í almennum kosningum, og tók embætti þann 7. maí 2008. Þar áður hafði hann gengt stöðu fyrsta aðstoðarforsætisráðherra rússnesku ríkisstjórnarinnar frá 14. nóvember 2005. Áður var hann starfsmannastjóri [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] forseta. Frá árinu 2000 gengdi hann einnig stjórnarformennsku í olíufyrirtækinu Gazprom. Framboð Medvedev var stutt af Pútín þáverandi forseta.
Lína 57:
Sanngirni forsetakosninganna hefur orðið ýmsum vestrænum eftirlits- og embættismönnum ágreiningsefni. Þannig sagði fulltrúi Evrópuráðsins, Andreas Gross, að kosningarnar hafi „hvorki verið frjálsar né sanngjarnar“. Vestrænir eftirlitsmenn sögðu ójafna skráningu frambjóðanda óeðlilega og að Medvedev hefði einokað alla sjónvarpumfjöllun.
 
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál = en|titill = Dmitry Medvedev|mánuðurskoðað = 3. mars |árskoðað = 2011}}
* {{Wpheimild|tungumál = ru|titill = Медведев, Дмитрий Анатольевич|mánuðurskoðað = 3. mars |árskoðað = 2011}}