„Filippus 4. Frakkakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Breyti: tr:IV. Filip (Fransa); kosmetiske ændringer
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengil.
Lína 20:
Filippusi veittist erfitt að afla fjár til að kosta átökin og meðal annars handtók hann [[gyðingur|gyðinga]] og gerði eigur þeirra upptækar og gerði þá að lokum útlæga úr öllu Frakklandi [[22. júlí]] [[1306]]. Þeir fengu þó að koma aftur [[1315]]. Hann felldi líka [[gengisfelling|gengi]] gjaldmiðilsins og lagði skatta á franska klerka sem námu helmingi af árstekjum þeirra. Það leiddi til langvinnra deilna við páfann en Filippus hafði betur og kom því til leiðar að aðsetur páfa var flutt til [[Avignon]].
 
Filippus var stórskuldugur [[MusterisriddararnirMusterisriddarar|musterisriddurunumMusterisriddurunum]], sem höfðu stundað bankastarfsemi í tvær aldir. Eftir að [[krossferðir]]nar voru úr sögunni nutu þeir ekki jafnmikils stuðnings og áður og Filippus greip tækifærið og leysti regluna upp til að losna við skuldir sínar. Föstudaginn [[13. október]] [[1307]] lét hann handtaka hundruð musterisriddara víða um Frakkland og beita þá pyntingum til að fá þá til að játa að reglan ástundaði trúvillu.
 
Musterisriddararnir áttu einungis að vera ábyrgir gagnvart páfanum en [[Klemens V]] var Filippusi leiðitamur. Hann reyndi þó að efna til réttarhalda yfir riddurunum en þá hafði Filippus þegar látið brenna marga þeirra á báli. Síðasti stórmeistari reglunnar, [[Jacques de Molay]], var brenndur árið 1314. Sagt var að hann hefði bölvað bæði konungi og páfa á banastundinni og sagst mundu kalla þá fyrir dómstól Drottins innan árs. Bæði Filippus konungur og Klemens V páfi voru dánir innan árs.