„Bólusótt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: pnb:چیچک
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Bólusótt''' (á [[Latína|latínu]] ''Variola'' eða ''Variola vera'') er bráðsmitandi [[sjúkdómur]] sem herjar einvörðungu á [[Maðurinn|mannskepnuna]].<ref>Ryan, K.J. og Ray, C.G. (ritstj.), ''Sherris Medical Microbiology'' (McGraw Hill, 2004): 525–7.</ref> Tvær [[veira|veirur]] geta valdið bólusótt, ''variola maior'' og ''variola minor''. ''Variola maior'' er skæðari og dregur sjúklinginn til dauða í 3–35% tilvika. Á hinn bóginn er ''variola minor'' mildari og leiðir til dauða í innan við 1% tilvika.<ref>Behbehani, A.M., „The smallpox story: life and death of an old disease“, ''Microbiological Revue'' '''47''' (4) (1983):455-509.</ref> Ör á húðinni eru dæmigerðar langtímaaukaverkanir þeirra sem fá sjúkdóminn. Stundum leiðir sjúkdómurinn einnig til blindu og ófrjósemi hjá körlum.
 
Bólusótt olli dauða um 300–500 milljóna manna á [[20. öld]]. [[World Health Organization]] ([[WHO]]) áætlar að [[1967]] hafi 15 milljónir smitast af sjúkdómnum og tvær milljónir látist úr honum. Í kjölfar [[bólusetning]]arherferða á [[19. öld|19.]] og [[20. öld]] tókst að útrýma bólusótt árið [[1979]]. Engum sjúkdóm hefur verið fullkomlega útrímt síðan. Árangrinum er ekki síst að þakka því að aðeins 1-2 veirur valda sjúkdómnum en ekki 1-2 hundruð eins og með ímsa aðra sjúkdóma og gerir þetta bólusettningu mun einfaldari en bólusótt er einmitt sá sjúkdómur sem menn lærðu einna first að þróa bóluefni gegn.
 
== Tilvísanir ==