„René Descartes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Escarbot (spjall | framlög)
m robot Breyti: be:Рэнэ Дэкарт
Cessator (spjall | framlög)
Lína 49:
Hann taldi að það væri [[heilaköngull]]inn sem væri aðsetur hugans og tengdi saman samskipti milli hugar og líkama.<ref>Sjá Gert-Jan Lokhorst, [http://plato.stanford.edu/entries/pineal-gland/ „Descartes and the Pineal Gland“], ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2006) (Skoðað 30.07.2007).</ref> Heilaköngullinn er eina [[líffæri]]ð í heilanum sem er ekki tvískipt og því hélt hann að hann sæi um einhvers konar tengsl milli þess andlega og líkamlega.
Descartes kom einnig með nýjar uppgötvanir í líffræðilegri sálfræði, þótt hann hafi verið uppi löngu áður en sálfræði var viðurkennd fræðigrein. Hann var með þeim fyrstu til að reyna að skýra ákveðna hegðun með líffræðilegum þáttum, sbr. rannsóknir hans á taugakerfinu og viðbrögðum mannsins við sársauka.
 
== Trú ==
Fræðimenn hafa deilt ákaft um hver trúarviðhorf Renés Descartes raunverulega voru. Hann kvaðst sjálfur vera dyggur [[Kaþólsk trú|kaþólikki]] og hélt því fram að eitt markmiða sinna í ''[[Hugleiðingar um frumspeki|Hugleiðingum um frumspeki]]'' hafi verið að verja [[Kristni|kristna]] trú. Descartes var aftur á móti sakaður um það á sínum tíma að aðhyllast [[frumgyðistrú]] á laun eða jafnvel [[guðleysi]]. Samtímamaður hans, [[Blaise Pascal]], sagði „Ég get ekki fyrirgefið Descartes. Í allri sinni heimspeki reyndi hann að ýta guði til hliðar. En Descartes gat ekki komist hjá því að nota guð til þess að setja heiminn í gang með sínum guðdómlega fingrasmelli. En eftir það hafði Descartes ekki meiri not fyrir guð.“<ref>[http://thinkexist.com/quotation/i_cannot_forgive_descartes-in_all_his_philosophy/153298.html Think Exist on Blaise Pascal]. Skoðað 12. febrúar 2009.</ref>
 
Í ævisögu Descartes eftir Stephen Gaukroger kemur fram að „hann hafði djúpstæða guðstrú sem kaþólikki og hélt henni allt til æviloka ásamt harðákveðinni og ástríðufullri þrá eftir því að uppgötva sannleikann.“<ref>[http://www.adherents.com/people/pd/Rene_Descartes.html The Religious Affiliation of philosopher and mathematician Rene Descartes]. Skoðað 5. október 2005.</ref> Að Descartes látnum í [[Svíþjóð]] afsalaði Kristín Svíadrottning sér krúnunni og snerist til kaþólskrar trúar (en samkvæmt sænskum lögum varð þjóðhöfðinginn að vera mótmælenda trúar). Descartes var eini kaþólikkinn sem hún átti verulegt samneyti við.
 
== Rit Descartes ==