„Fjalla-Eyvindur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
PolarBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: de:Fjalla-Eyvindur
Dvergarnir7 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Fjalla-Eyvindur Jónsson''' (f. [[1714]], d. fyrir [[1783]]) er einn þekktasti [[útilegumaður]] Íslandssögunnar og var raunveruleg persóna sem uppi var á [[18. öld]]. Hann var fæddur árið [[1714]] í Hlíð í [[Hrunamannahreppur|Hrunamannahreppi]] í [[Árnessýsla|Árnessýslu]] og foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi og Ragnheiður Eyvindsdóttir húsfreyja þar á bæ.
 
Kona Fjalla-Eyvindar sem lá úti með honum var [[Halla Jónsdóttir]] frá [[Hrafnsfjarðareyri]] í [[Jökulfirðir|Jökulfjörðum]] við [[Djúp]]. Þau höfðu bústaði víða um land, m.a. á Hveravöllum og í Drangavík á Ströndum. Dómsskjöl sýna að þau hafa átt börn í útlegðinni sem dóu ung. Leiði Fjalla-Eyvindar er merkt á Hrafnsfjarðareyri.
 
Um Fjalla-Eyvind og Höllu er til mikið af þjóðsagnaefni og einnig töluverðar sögulegar heimildir. Þau eru aðalpersónur í leikriti [[Jóhann Sigurjónsson|Jóhanns Sigurjónssonar]], ''[[Fjalla-Eyvindur: Leikrit í fjórum þáttum]]'', sem sænski leikstjórinn [[Victor Sjöström]] gerði [[kvikmynd]] eftir [[1918]].