„Evrópa (tungl)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kwamikagami (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Lína 44:
'''Evrópa''' eða '''Júpíter II''', er [[Tungl Júpíters|sjötta]] innsta [[fylgitungl]] [[Júpíter]]s og hið minnsta af [[Galíleótunglin|Galíleótunglunum]] fjórum. Þó er það eitt af stærri tunglum [[Sólkerfið|sólkerfisins]]. [[Galíleó Galílei]] fann Evrópu fyrstur manna árið [[1610]] svo að vitað sé en mögulega fann [[Simon Marius]] tunglið einnig um svipað leyti. Miklar athuganir á tunglinu hafa farið fram síðan þá í gegnum [[Sjónauki|sjónauka]] á [[jörðin]]ni en frá og með [[1971-1980|áttunda áratug 20. aldar]] hafa jafnframt farið fram athuganir með ómönnuðum [[Geimfar|geimförum]].
 
Evrópa er aðeins minni að þvermáli en [[Tunglið|tungl]] jarðarinnar (máninn) og er að uppistöðuppistöðu til úr [[silíkat]]<nowiki/>bergi, sennilega með [[járn]]kjarna. Hún hefur þunnan [[lofthjúpur|lofthjúp]] sem er aðallega úr súrefni. Yfirborð Evrópu er úr [[vatn]]sís og eitt það sléttasta sem þekkist í sólkerfinu. Yfirborðið er þó þakið sprungum og rákum en tiltölulega lítið er um gíga eftir árekstra [[loftsteinn|loftsteina]], sem gefur til kynna að yfirborð tunglsins sé ungt. Vegna þess hve ungt og slétt yfirborðið virðist vera er uppi [[tilgáta]] um það að haf úr vatni liggi undir ísnum og að þar séu mögulega aðstæður sem séu hagstæðar lífi.<ref name="Tritt2002">{{H-vefur |url=http://people.msoe.edu/~tritt/sf/europa.life.html |titill = Possibility of Life on Europa |nafn = Tritt |eiginnafn = Charles S. |dags skoðað =2007-08-10 |útgefandi =Milwaukee School of Engineering |year=2002 }}</ref> Þessi tilgáta gerir ráð fyrir því að [[Þyngdarafl|þyngdarkraftarnir]] frá Júpíter og hinum fylgitunglum hans verki á Evrópu þannig að berg hennar togni og teygist þannig að varmi myndist sem gæti dugað til þess að viðhalda fljótandi höfum.<ref name="geology">{{H-vefur |url=http://geology.asu.edu/~glg_intro/planetary/p8.htm |titill = Tidal Heating |dags skoðað =2007-10-20 |miðill = geology.asu.edu |vefsafn = http://web.archive.org/web/20060329000051/http://geology.asu.edu/~glg_intro/planetary/p8.htm |dags vefsafn = 2006-03-29}}</ref>
 
Megnið af þeim upplýsingum sem til eru um Evrópu fengust frá [[Galíleó (geimfar)|''Galíleó'' geimfarinu]] sem skotið á var loft [[1989]]. Önnur geimför hafa aðeins flogið framhjá Evrópu en áhugaverðir eiginleikar hennar hafa orðið til þess að metnaðarfullar tillögur um frekari könnun hennar hafa verið lagðar fram. Næsta geimfar sem til stendur að senda til Evrópu er [[Júpíter ístunglakönnuðurinn]] á vegum [[Geimferðastofnun Evrópu|Geimferðastofnunar Evrópu]] sem áætlað er að skjóta á loft árið 2022.<ref name='selection'>{{H-vefur|eiginnafn = Jonathan Amos|url = http://www.bbc.co.uk/news/science-environment-17917102 |titill = Esa selects 1bn-euro Juice probe to Jupiter |dags skoðað = 2012-05-02|dagsetning = 2. maí 2012|miðill = [[BBC News Online]]}}</ref>