Kennslufræði menningararfs

Kennslufræði menningararfs (Kulturarvspædagogik) er samheiti yfir allt ferli þekkingar/náms/kennslu, sem tekur til efnislegra og óefnislegra menningarleifa. Notað sem hugtak fyrir þá kennslufræðilegu vinnu sem fer fram innan listgreina, hjá minjasöfnum, skjalasöfnum og í öðru umhverfi menningararfsins. Menningararfurinn birtist í umhverfinu, hlutum, skjölum og myndum.