Keisari Kína
(Endurbeint frá Keisari í Kína)
Keisari Kína er heiti á þjóðhöfðingja Kína frá tímum Tjinveldisins þegar ríkið var sameinað árið 221 f.Kr. þar til síðasti keisarinn, Puyi, sagði af sér árið 1912. Titill keisarans var „sonur himinsins“ (天子) og ríki hans var „allt undir himninum“, það er allur heimurinn.
Keisarar Kína greinast í nokkur ættarveldi og saga Kína skiptist í tímabil eftir því hvaða ætt var við völd. Í hefðbundinni sagnaritun er litið á flestar keisaraættirnar sem ættir hankínverja en Júanveldið og Tjingveldið voru erlendar ættir (Mongólar og Mansjúmenn). Bæði þessi ættarveldi gerðu engu að síður tilkall til umboðs himins og gerðust hefðbundnir keisarar í anda konfúsíusisma þegar þeir ríktu yfir hinu eiginlega Kína.